Kanar kaupa lúxusbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 11:05 Bandaríkjamenn keyptu 31% fleiri Porsche bíla í febrúar í ár en í fyrra Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent