Handbolti

Stella með tilboð frá SönderjyskE

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stella í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Stella í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir úr Fram er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE undir höndum. Þetta kemur fram á Sport.is.

Stella hefur verið jafnbesti leikmaður Íslandsmótsins hér heima undanfarin ár og lykilmaður í stöðu vinstri skyttu í íslenska landsliðinu.

„Ég er orðin mjög spennt fyrir því að taka næsta skref og fara út," segir Stella sem verður 23. ára í lok mánaðarins. Hún segir tilboðið frá SönderjyskE spennandi.

„Já, það er mjög spennandi," segir Stella. Hún segir þó allt opið eins og er. Aðspurð hvaða land heilli hana mest segir Stella:

„Ég held að Danmörk sé fyrsti kostur eins og er. Landið heillar mig og deildin líka," segir Stella sem hlakkar til að taka fyrsta skrefið og flytja út.

Kvennalandsliðið mætir Svíum í æfingaleikjum í Austurbergi á laugardag og sunnudag. Leikmannahóp liðsins má sjá hér að neðan.

Markmenn:

Dröfn Haraldsdóttir, FH

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Florentina Stanciu, ÍBV

Aðrir Leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Brynja Magnúsdóttir, HK

Dagný Skúladóttir, Valur

Elísabet Gunnarsdóttir, Fram

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Hekla Ámundadóttir, Fram

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan

Ramune Pekarskyte, Levanger

Rut Jónsdóttir, Tvis Holstebro

Steinunn Björnsdótir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Tvis Holstebro

Unnur Ómarsdóttir, Grótta


Tengdar fréttir

Einar inn fyrir Gústaf

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×