ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýkrýndum deildar- og bikarmeisturum Vals, 33-22, í fyrsta leik dagsins í lokaumferð N1-deildar kvenna í handbolta.
ÍBV var komið með tíu marka forystu strax í hálfleik en staðan að loknum fyrri hálfleik var 17-7. Þorgerður Anna Atladóttir og Íris Ásta Pétursdóttir léku ekki með Val í dag.
Drífa Þorvaldsdóttir og Grigore Ggorgata voru markahæstar í liði ÍBV með sex mörk hvor. Aðalheiður Hreinsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val.
Úrslitin hafa enga þýðingu fyrir liðin. Valur endar með 36 í toppsæti deildarinnar og ÍBV í þriðja sæti með 31 stig. Eyjastúlkur voru búnar að tryggja sér þriðja sætið fyrir leikinn.
ÍBV - Valur 33-22 (17-7)
Mörk ÍBV: Grigore Ggorgata 6, Drífa Þorvaldsdóttir 6, Simona Vintale 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Rakel Hlynsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 2, Guðdís Jónatansdóttir 1, Ingibjörg Jónsdóttir 1.
Mörk Vals: Aðalheiður Hreinsdóttir 5, Dagný Skúladóttir 3, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Sonata Vitjunsseb 3, Karólína Lárudóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2, Kolbrún Franklín Stefánsdóttir 1.
Stórsigur ÍBV á deildarmeisturunum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



