Fisker yfirgefur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2013 10:49 Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent