Meðfylgjandi myndir tók Stefán Karlsson ljósmyndari þegar framlag Íslands til Eurovision, Ég á líf, var frumflutt en það verður flutt með íslenskum texta í Svíþjóð í vor. Eins og sjá má á myndunum hér var andrúmsloftið gott og fólk ánægt með ákvörðunina að flytja lagið á íslensku.
Viðstaddir blaðamannafundinn voru Eyþór Ingi söngvari og lagahöfundarnir. Síðast var framlag Íslands flutt á íslensku árið 1997 eða fyrir sextán árum. Þá var það Páll Óskar Hjálmtýsson sem flutti lagið.