Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 12:34 Mynd/Daníel Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00
Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00