Merki Toyota enn verðmætast Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 15:30 Toyota merkið er verðmætasta bílamerkið Hástökkvarinn þetta árið er Volkswagen sem hefur aukið verðmæti sitt um 33% og er í 2. sæti. Á hverju ári kannar markaðsrannsóknarfyrirtækið Brand Finance verðmæti merkja allra bílaframleiðendanna. Eins og í fyrra er merki Toyota verðmætast og telst 26 milljarða dollara virði og hefur vaxið um 6% frá fyrra ári. Hástökkvarinn á listanum nú er Volkswagen sem hækkar um 33% og er nú næstverðmætasta merkið en var númer fjögur í fyrra. Í þriðja sætinu er BMW, en var í öðru sæti í fyrra. Í því fjórða er Mercedesd Benz og fellur líka um eitt sæti. Ford er í fimmta sæti eins og í fyrra. Nissan er í sjötta sæti og nær því sæti af Honda sem er nú í því sjöunda. Næstu sætin skipa Porsche, Hyundai, Renault, Peugeot og Chevrolet. Það vekur nokkra athygli hve hátt þýsku fyrirtækin eru á listanum og eiga 3 sæti af þeim fjórum efstu, en það endurspeglar ekki þann fjölda bíla sem þau framleiða, en mun stærri fyrirtæki eru mun neðar á listanum. Toyota er númer 15 á lista allra fyrirtækja í heiminum og er á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Samsung og Google. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent
Hástökkvarinn þetta árið er Volkswagen sem hefur aukið verðmæti sitt um 33% og er í 2. sæti. Á hverju ári kannar markaðsrannsóknarfyrirtækið Brand Finance verðmæti merkja allra bílaframleiðendanna. Eins og í fyrra er merki Toyota verðmætast og telst 26 milljarða dollara virði og hefur vaxið um 6% frá fyrra ári. Hástökkvarinn á listanum nú er Volkswagen sem hækkar um 33% og er nú næstverðmætasta merkið en var númer fjögur í fyrra. Í þriðja sætinu er BMW, en var í öðru sæti í fyrra. Í því fjórða er Mercedesd Benz og fellur líka um eitt sæti. Ford er í fimmta sæti eins og í fyrra. Nissan er í sjötta sæti og nær því sæti af Honda sem er nú í því sjöunda. Næstu sætin skipa Porsche, Hyundai, Renault, Peugeot og Chevrolet. Það vekur nokkra athygli hve hátt þýsku fyrirtækin eru á listanum og eiga 3 sæti af þeim fjórum efstu, en það endurspeglar ekki þann fjölda bíla sem þau framleiða, en mun stærri fyrirtæki eru mun neðar á listanum. Toyota er númer 15 á lista allra fyrirtækja í heiminum og er á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Samsung og Google.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent