Merki Toyota enn verðmætast Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 15:30 Toyota merkið er verðmætasta bílamerkið Hástökkvarinn þetta árið er Volkswagen sem hefur aukið verðmæti sitt um 33% og er í 2. sæti. Á hverju ári kannar markaðsrannsóknarfyrirtækið Brand Finance verðmæti merkja allra bílaframleiðendanna. Eins og í fyrra er merki Toyota verðmætast og telst 26 milljarða dollara virði og hefur vaxið um 6% frá fyrra ári. Hástökkvarinn á listanum nú er Volkswagen sem hækkar um 33% og er nú næstverðmætasta merkið en var númer fjögur í fyrra. Í þriðja sætinu er BMW, en var í öðru sæti í fyrra. Í því fjórða er Mercedesd Benz og fellur líka um eitt sæti. Ford er í fimmta sæti eins og í fyrra. Nissan er í sjötta sæti og nær því sæti af Honda sem er nú í því sjöunda. Næstu sætin skipa Porsche, Hyundai, Renault, Peugeot og Chevrolet. Það vekur nokkra athygli hve hátt þýsku fyrirtækin eru á listanum og eiga 3 sæti af þeim fjórum efstu, en það endurspeglar ekki þann fjölda bíla sem þau framleiða, en mun stærri fyrirtæki eru mun neðar á listanum. Toyota er númer 15 á lista allra fyrirtækja í heiminum og er á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Samsung og Google. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent
Hástökkvarinn þetta árið er Volkswagen sem hefur aukið verðmæti sitt um 33% og er í 2. sæti. Á hverju ári kannar markaðsrannsóknarfyrirtækið Brand Finance verðmæti merkja allra bílaframleiðendanna. Eins og í fyrra er merki Toyota verðmætast og telst 26 milljarða dollara virði og hefur vaxið um 6% frá fyrra ári. Hástökkvarinn á listanum nú er Volkswagen sem hækkar um 33% og er nú næstverðmætasta merkið en var númer fjögur í fyrra. Í þriðja sætinu er BMW, en var í öðru sæti í fyrra. Í því fjórða er Mercedesd Benz og fellur líka um eitt sæti. Ford er í fimmta sæti eins og í fyrra. Nissan er í sjötta sæti og nær því sæti af Honda sem er nú í því sjöunda. Næstu sætin skipa Porsche, Hyundai, Renault, Peugeot og Chevrolet. Það vekur nokkra athygli hve hátt þýsku fyrirtækin eru á listanum og eiga 3 sæti af þeim fjórum efstu, en það endurspeglar ekki þann fjölda bíla sem þau framleiða, en mun stærri fyrirtæki eru mun neðar á listanum. Toyota er númer 15 á lista allra fyrirtækja í heiminum og er á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Samsung og Google.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent