Katrín Jakobs: Þurfum að ræða myntsamstarf við Norðmenn til hlítar Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2013 23:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“ Klinkið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“
Klinkið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira