Konurnar halda forsetanum á tánum í klæðaburði Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 29. mars 2013 18:53 Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur. Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur.
Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira