Vorkomu var fagnað á skemmtistaðnum Austur í gærkvöldi. Um var að ræða pásakapartí eins og þau gerast best. Eins og sjá má á myndunum sem Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók mætti fjöldi manns. Gestum var meðal annars boðið upp á nýja drykki frá Schweppes, Bitter Lemon og Ginger Ale, sem hafa ekki verið fáanlegir hér á Íslandi lengi.