Suzuki hættir í Kanada líka Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2013 11:45 Suzuki Kizashi er einn þeirra bíla sem hverfur af markaði í Bandaríkjunum og Kanada Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent
Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent