Bílasala í Evrópu féll um 10,2% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 08:45 Honda jók söluna um 27% Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8% Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent
Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8%
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent