Tiger aftur í efsta sæti heimslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2013 20:04 Tiger og Arnold Palmer slá á létta strengi. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira