Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði 25. mars 2013 15:30 Kjartan ætlar að kynna sig fyrir Sigurði á fimmtudag. Samsett mynd/Sylvía Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38