Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 10:15 Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent