Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23 Benedikt Grétarsson í Kaplakrika skrifar 21. mars 2013 19:00 Mynd/Stefán FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. FH er með tveggja stiga forskot á Fram fyrir lokaumferðina auk þess að vera með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Fram var búið að vinna níu leiki í röð og var komið upp yfir FH á markatölu fyrir leikinn. FH varð hinsvegar fyrsta liðið síðan í lok nóvember til að vinna safamýrarpilta í deildinni eða síðan að FH vann leik liðanna í Safamýrinni 31-26. FH var sterkara frá byrjun, komst í 12-7 í fyrri hálfeik en var 12-9 yfir í hálfleik. Fram náði að jafna muninn í 14-14 en þá komu fjögur FH-mörk í röð og leikurinn var í þeirra höndum eftir það þrátt fyrir að Framliðið hafi náð að minnka muninn niður í eitt mark í lokin. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, gylltryggði endanlega sigurinn og annað sætið með því að verja sitt þriðja víti undir lok leiksins. Framarar mættu til leiks í kvöld án Jóhanns Gunnars Einarssonar, sem lá veikur heima með flensu. Fjarvera skyttunnar virtist ekki há liðinu í byrjun leiks en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin og virtust til alls líklegir. FH-ingar komust þó fljótlega í takt við leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk. Heimamenn bættu hægt og bítandi við þessa forystu og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks, var staðan orðin 12-7. Framarar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og gátu í raun prísað sig sæla að fara einungis þremur mörkum undir til búningsherbergja. Framarar gerðu sig seka um að sækja ítrekað inn á miðja vörn FH, þar sem Ísak Rafnson og Andri Berg Haraldsson tóku hraustlega á móti þeim. Staðan, 12-9 í hálfleik. Framarar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og munaði miklu að Róbert Aron Hostert vaknaði af værum Þyrnisrósarsvefni sínum. Með Róbert í miklum ham, náðu Framarar að jafna leikinn, 14-14, og ekki laust við að menn sæu jafnvel tíunda sigurleik liðsins í röð vera í uppsiglingu. FH-ingum til hrós, þá bættu þeir sinn leik og náðu aftur að rífa sig frá gestunum. Róbert Aron meiddist á læri og veikti það frekar þunnskipaða sóknarlínu Fram enn frekar. FH náði fjögurra marka forystu, 18-14, og undirtökin voru aftur í höndum heimamanna. Varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson kom þá inn á línuna hjá Frömurum, krækti í nokkur víti og lét menn virkilega hafa fyrir sér. FH-ingar voru þó áfram sterkari og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok, þegar þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Mikil barátta Framara skilaði tveimur mörkum á örskotsstundu og skyndilega var möguleiki að stela öðru stiginu af heimamönnum. Magnús Óli Magnússon var á öðru máli og þessi bráðefnilegi leikmaður tryggði FH sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Magnús Óli skoraði síðustu tvö mörk FH í leiknum og sýndi mikið áræði í sínum leik á ögurstundu. Framarinn Ólafur Magnússon fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiktíminn rann út, fyrir að sparka boltanum í burtu. Ólafur var skiljanlega svekktur en verður nú að bíða milli vonar og ótta hvort að rauða spjaldið þýði leikbann í næsta leik. Einar Andri : Virkilega stoltir af okkar árangri„Við erum virkilega stoltir af okkar árangri og ánægðir að hafa tryggt okkur annað sætið. Við byrjuðum mótið frekar illa og svo voru margir búnir að afskrifa okkur þegar Ólafur Gústafsson var seldur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Einar segir það verða virkilega skemmtilegt verkefni að glíma við Fram í úrslitakeppninni. „Þeir eru búnir að vera langheitasta liðið í deildinni síðustu vikurnar og voru auðvitað búnir að vinna níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir verða erfiðir og verkefnið er virkilega krefjandi. Nú er þetta bara komið í einvígaform." Logi Geirsson gekk greinlega ekki heill til skógar í kvöld en þessi mikla skytta leit nánast ekkert í átt að markinu og hlífði öxlinni. „Logi datt út hjá okkur um daginn og það kom smá bakslag í hans mál. Hann er bara að vinna sig í gang aftur og hann verður 100% í lagi þegar úrslitakeppnin byrjar." Einar: Verður gaman að eiga við FHEinar Jónsson, þjálfari Fram, viðurkenndi að sínir menn hefðu átt erfitt uppdráttar í kvöld. „Við vorum í miklu ströggli en mér fannst við sýna mikinn karakter, baráttu og vilja þegar við vinnum upp forskot FH og náum að jafna. Við þurfum bara að vinna úr þessu á jákvæðan hátt." Róbert Aron Hostert meiddist í leiknum en Einar gat ekki svarað til hversu alvarleg þau meiðsli væru. Hann var hins vegar bjartsýnn á bata Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Jóhann Gunnar liggur heima veikur, með einhverjar flensur sem ég kann ekki að nefna. Hann kemur fljótlega aftur inn í liðið og það eru góðar fréttir," sagði Einar aðspurður um ástand skyttunnar örvhentu. „Það verður frábært að mæta þessu sterka liði. Við höfum svo sem enga óskamótherja á þessum tímapunkti. Baráttan verður blóðug og erfið, það er a.m.k. alveg klárt. Miðað við þennan leik, þá þurfum við að breyta og laga okkar leik en við megum ekki gleyma því að gengið eftir áramót hefur verið frábært og við þurfum að byggja á þeim jákvæðu hlutum sem hafa verið í gangi hjá okkur," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. FH er með tveggja stiga forskot á Fram fyrir lokaumferðina auk þess að vera með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Fram var búið að vinna níu leiki í röð og var komið upp yfir FH á markatölu fyrir leikinn. FH varð hinsvegar fyrsta liðið síðan í lok nóvember til að vinna safamýrarpilta í deildinni eða síðan að FH vann leik liðanna í Safamýrinni 31-26. FH var sterkara frá byrjun, komst í 12-7 í fyrri hálfeik en var 12-9 yfir í hálfleik. Fram náði að jafna muninn í 14-14 en þá komu fjögur FH-mörk í röð og leikurinn var í þeirra höndum eftir það þrátt fyrir að Framliðið hafi náð að minnka muninn niður í eitt mark í lokin. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, gylltryggði endanlega sigurinn og annað sætið með því að verja sitt þriðja víti undir lok leiksins. Framarar mættu til leiks í kvöld án Jóhanns Gunnars Einarssonar, sem lá veikur heima með flensu. Fjarvera skyttunnar virtist ekki há liðinu í byrjun leiks en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin og virtust til alls líklegir. FH-ingar komust þó fljótlega í takt við leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk. Heimamenn bættu hægt og bítandi við þessa forystu og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks, var staðan orðin 12-7. Framarar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og gátu í raun prísað sig sæla að fara einungis þremur mörkum undir til búningsherbergja. Framarar gerðu sig seka um að sækja ítrekað inn á miðja vörn FH, þar sem Ísak Rafnson og Andri Berg Haraldsson tóku hraustlega á móti þeim. Staðan, 12-9 í hálfleik. Framarar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og munaði miklu að Róbert Aron Hostert vaknaði af værum Þyrnisrósarsvefni sínum. Með Róbert í miklum ham, náðu Framarar að jafna leikinn, 14-14, og ekki laust við að menn sæu jafnvel tíunda sigurleik liðsins í röð vera í uppsiglingu. FH-ingum til hrós, þá bættu þeir sinn leik og náðu aftur að rífa sig frá gestunum. Róbert Aron meiddist á læri og veikti það frekar þunnskipaða sóknarlínu Fram enn frekar. FH náði fjögurra marka forystu, 18-14, og undirtökin voru aftur í höndum heimamanna. Varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson kom þá inn á línuna hjá Frömurum, krækti í nokkur víti og lét menn virkilega hafa fyrir sér. FH-ingar voru þó áfram sterkari og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok, þegar þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Mikil barátta Framara skilaði tveimur mörkum á örskotsstundu og skyndilega var möguleiki að stela öðru stiginu af heimamönnum. Magnús Óli Magnússon var á öðru máli og þessi bráðefnilegi leikmaður tryggði FH sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Magnús Óli skoraði síðustu tvö mörk FH í leiknum og sýndi mikið áræði í sínum leik á ögurstundu. Framarinn Ólafur Magnússon fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiktíminn rann út, fyrir að sparka boltanum í burtu. Ólafur var skiljanlega svekktur en verður nú að bíða milli vonar og ótta hvort að rauða spjaldið þýði leikbann í næsta leik. Einar Andri : Virkilega stoltir af okkar árangri„Við erum virkilega stoltir af okkar árangri og ánægðir að hafa tryggt okkur annað sætið. Við byrjuðum mótið frekar illa og svo voru margir búnir að afskrifa okkur þegar Ólafur Gústafsson var seldur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Einar segir það verða virkilega skemmtilegt verkefni að glíma við Fram í úrslitakeppninni. „Þeir eru búnir að vera langheitasta liðið í deildinni síðustu vikurnar og voru auðvitað búnir að vinna níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir verða erfiðir og verkefnið er virkilega krefjandi. Nú er þetta bara komið í einvígaform." Logi Geirsson gekk greinlega ekki heill til skógar í kvöld en þessi mikla skytta leit nánast ekkert í átt að markinu og hlífði öxlinni. „Logi datt út hjá okkur um daginn og það kom smá bakslag í hans mál. Hann er bara að vinna sig í gang aftur og hann verður 100% í lagi þegar úrslitakeppnin byrjar." Einar: Verður gaman að eiga við FHEinar Jónsson, þjálfari Fram, viðurkenndi að sínir menn hefðu átt erfitt uppdráttar í kvöld. „Við vorum í miklu ströggli en mér fannst við sýna mikinn karakter, baráttu og vilja þegar við vinnum upp forskot FH og náum að jafna. Við þurfum bara að vinna úr þessu á jákvæðan hátt." Róbert Aron Hostert meiddist í leiknum en Einar gat ekki svarað til hversu alvarleg þau meiðsli væru. Hann var hins vegar bjartsýnn á bata Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Jóhann Gunnar liggur heima veikur, með einhverjar flensur sem ég kann ekki að nefna. Hann kemur fljótlega aftur inn í liðið og það eru góðar fréttir," sagði Einar aðspurður um ástand skyttunnar örvhentu. „Það verður frábært að mæta þessu sterka liði. Við höfum svo sem enga óskamótherja á þessum tímapunkti. Baráttan verður blóðug og erfið, það er a.m.k. alveg klárt. Miðað við þennan leik, þá þurfum við að breyta og laga okkar leik en við megum ekki gleyma því að gengið eftir áramót hefur verið frábært og við þurfum að byggja á þeim jákvæðu hlutum sem hafa verið í gangi hjá okkur," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira