Silungur í forrétt annan í páskum Trausti Hafliðason skrifar 31. mars 2013 19:30 Ingimundur Bergsson, framvæmdastjóri Veiðikortsins, ætlar að veiða í Vífilsstaðavatni og líklega einnig Meðalfellsvatni á morgun. Veiðitímabilið hefst formlega á morgun, 1. apríl. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins, segist ætla að ná sér í einn silung enda sé gert ráð fyrir því á hans heimili að silungur verði í forrétt annan í páskum. Ingimundur segir spennuna vera að magnast sérstaklega þar sem veðurspáin fyrir morgundaginn sé alltaf að batna. „Það er alltaf ákveðin stemning í því að fara 1. apríl þó ekki sé veitt nema í stutta stund ef að það verður kal," segir Ingimundur. „ Einnig er alltaf ágætis líkur á að hitta á fisk þessa fyrstu veiðidaga." „Ég reikna með að fara aðeins í Vífilsstaðavatn og hugsanlega skýst ég upp í Meðalfellsvatn líka ef að veðrið verður gott. Það stefnir í fallegt veður og allt að 7 stiga hita. Það eru oft sömu mennirnir sem fara ár eftir ár, til dæmis í opnun Vífilsstaðavatns. Ég á von á því að þar verði fleiri nú í ár en undanafarin ár."Elliðavatn opnar 25. apríl Fjölmargir eru með Veiðikortið og á meðal vatna sem veiðikortshafar geta veitt í á morgun eru Meðalfellsvatn í Kjós, Vífisstaðavatn í Garðabæ og Hraunsfjörður á Snæfellsnesi. Auk þeirra vatna sem þegar hafa verið nefnd opnar Þveit við Hornafjörð og Syðridalsvatn við Bolungarvík á morgun. Nokkur vötn opna síðan þegar ísa leysir og eru það meðal annars Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi, Hópið í Húnavatnssýslu og Sauðlauksvatn við Patreksfjörð. Veiðikortshafar bíða margir spenntir eftir opnun Elliðavatns en það opnar sumardaginn fyrsta eða 25 apríl. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn opna síðan 1. maí. Annars er listi yfir opnun vatna að finna á vef Veiðikortsins.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Litlar bleikjutorfur um allan Hraunsfjörð Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði
Veiðitímabilið hefst formlega á morgun, 1. apríl. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins, segist ætla að ná sér í einn silung enda sé gert ráð fyrir því á hans heimili að silungur verði í forrétt annan í páskum. Ingimundur segir spennuna vera að magnast sérstaklega þar sem veðurspáin fyrir morgundaginn sé alltaf að batna. „Það er alltaf ákveðin stemning í því að fara 1. apríl þó ekki sé veitt nema í stutta stund ef að það verður kal," segir Ingimundur. „ Einnig er alltaf ágætis líkur á að hitta á fisk þessa fyrstu veiðidaga." „Ég reikna með að fara aðeins í Vífilsstaðavatn og hugsanlega skýst ég upp í Meðalfellsvatn líka ef að veðrið verður gott. Það stefnir í fallegt veður og allt að 7 stiga hita. Það eru oft sömu mennirnir sem fara ár eftir ár, til dæmis í opnun Vífilsstaðavatns. Ég á von á því að þar verði fleiri nú í ár en undanafarin ár."Elliðavatn opnar 25. apríl Fjölmargir eru með Veiðikortið og á meðal vatna sem veiðikortshafar geta veitt í á morgun eru Meðalfellsvatn í Kjós, Vífisstaðavatn í Garðabæ og Hraunsfjörður á Snæfellsnesi. Auk þeirra vatna sem þegar hafa verið nefnd opnar Þveit við Hornafjörð og Syðridalsvatn við Bolungarvík á morgun. Nokkur vötn opna síðan þegar ísa leysir og eru það meðal annars Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi, Hópið í Húnavatnssýslu og Sauðlauksvatn við Patreksfjörð. Veiðikortshafar bíða margir spenntir eftir opnun Elliðavatns en það opnar sumardaginn fyrsta eða 25 apríl. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn opna síðan 1. maí. Annars er listi yfir opnun vatna að finna á vef Veiðikortsins.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Litlar bleikjutorfur um allan Hraunsfjörð Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði