Audi selur sem aldrei fyrr Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2013 14:15 Audi Q5 er einn þeirra bíla Audi sem seljast eins og heitar lummur Seldi 7% meira en í fyrra. Salan jókst á öllum mörkuðum, meira að segja í Evrópu. Nýafstaðinn fyrstu fjórðungur ársins var Audi gjöfull og velgengni þýska framleiðandans heldur stöðugt áfram. Aldrei hefur Audi selt meira á fyrsta fjórðungi ársins og heildarsalan 369.500 bílar. Er það 7% meiri sala en í fyrra. Stærsti eini markaður Audi er í Kína og þar seldi Audi 102.810 bíla og fer sá markaður hratt stækkandi, nú um 14,2%. Sala Audi í Bandaríkjunum er ekki nema þriðjungur af Kína en vestanhafs seldi Audi 34.186 bíla og jókst hún um 15,4%. Salan í Evrópu er ekki eins og blómstrandi og víða annarsstaðar en samt náði Audi að selja örlítið meira þar en á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða 0,7% meira. Vöxtur í Rússlandi hélt áfram og nam nú 15,4% og telja jepplingar Q3 og Q5 um helming sölunnar þar. Sala Audi bíla í Mexíkó tók risastökk og var 48,6% meiri en í fyrra. Í S-Kóreu var 31,1% vöxtur, í Japan 17,4% og Indlandi 15,3%. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Seldi 7% meira en í fyrra. Salan jókst á öllum mörkuðum, meira að segja í Evrópu. Nýafstaðinn fyrstu fjórðungur ársins var Audi gjöfull og velgengni þýska framleiðandans heldur stöðugt áfram. Aldrei hefur Audi selt meira á fyrsta fjórðungi ársins og heildarsalan 369.500 bílar. Er það 7% meiri sala en í fyrra. Stærsti eini markaður Audi er í Kína og þar seldi Audi 102.810 bíla og fer sá markaður hratt stækkandi, nú um 14,2%. Sala Audi í Bandaríkjunum er ekki nema þriðjungur af Kína en vestanhafs seldi Audi 34.186 bíla og jókst hún um 15,4%. Salan í Evrópu er ekki eins og blómstrandi og víða annarsstaðar en samt náði Audi að selja örlítið meira þar en á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða 0,7% meira. Vöxtur í Rússlandi hélt áfram og nam nú 15,4% og telja jepplingar Q3 og Q5 um helming sölunnar þar. Sala Audi bíla í Mexíkó tók risastökk og var 48,6% meiri en í fyrra. Í S-Kóreu var 31,1% vöxtur, í Japan 17,4% og Indlandi 15,3%.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent