Sárnaði umræðan Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2013 09:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira