Lífið

Nolan skoðar sig um á Íslandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ísland er vinsælt hjá leikstjórum vísindaskáldsögumynda um þessar mundir.
Ísland er vinsælt hjá leikstjórum vísindaskáldsögumynda um þessar mundir. Mynd/Getty
Leikstjórinn Christopher Nolan var staddur hér á landi yfir páskana og skoðaði mögulega tökustaði fyrir kvikmyndina Interstellar.

Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Saga Film, staðfesti veru leikstjórans á sínum vegum en vildi ekki tjá sig frekar í samtali við Fréttatímann í gær.

Lítist leikstjóranum á blikuna verður þetta önnur kvikmynd hans sem tekin er að hluta til hér á landi, en kvikmynd hans, Batman Begins, notfærði sér umhverfið við rætur Vatnajökuls í nokkrum atriðum.

Interstellar er vísindaskáldsaga sem Jonathan Nolan (bróðir Christophers) skrifar, en aðalhlutverkið verður í höndum Matthew McConaughey og er áætluð frumsýning myndarinnar 7. nóvember 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×