Ford Explorer Sport í lúxusjeppaflokkinn Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2013 14:45 Er með 365 hestafla vél, sportfjöðrun, stækkuðum bremsum og laglegra útliti. Fæstum dettur í hug Ford Explorer þegar rætt er um flokk júxusjeppa, heldur fremur Porsche Cayenne, BMW X5, Mercedes Benz ML63 AMG eða Jeep Grand Cherokee SRT8. Þessi nýji Explorer er kannski ekki eins öflugur og þeir flestir, en þó 365 hestöfl með sína þriggja og hálfs lítra V6 EcoBoost vél og tveimur forþjöppum tekur sprettinn í hundrað á rúmum 6 sekúndum. Hann er líka með sportfjöðrun, stórar bremsur, breyttan undirvagn frá hefðbundna Explorer bílnum og heilmikla og sportlega útlitsbreytingu eins og sést á myndinni. Þar fer mest fyrir svörtu og aukinni notkun króms. Stórar 20 tommu felgurnar gefa honum einnig töffaralegan svip. Ford Explorer Sport er kominn í sölu í Bandaríkjunum og kostar 41.545 dollara. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent
Er með 365 hestafla vél, sportfjöðrun, stækkuðum bremsum og laglegra útliti. Fæstum dettur í hug Ford Explorer þegar rætt er um flokk júxusjeppa, heldur fremur Porsche Cayenne, BMW X5, Mercedes Benz ML63 AMG eða Jeep Grand Cherokee SRT8. Þessi nýji Explorer er kannski ekki eins öflugur og þeir flestir, en þó 365 hestöfl með sína þriggja og hálfs lítra V6 EcoBoost vél og tveimur forþjöppum tekur sprettinn í hundrað á rúmum 6 sekúndum. Hann er líka með sportfjöðrun, stórar bremsur, breyttan undirvagn frá hefðbundna Explorer bílnum og heilmikla og sportlega útlitsbreytingu eins og sést á myndinni. Þar fer mest fyrir svörtu og aukinni notkun króms. Stórar 20 tommu felgurnar gefa honum einnig töffaralegan svip. Ford Explorer Sport er kominn í sölu í Bandaríkjunum og kostar 41.545 dollara.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent