Japanskir bílaframleiðendur enn í vanda í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2013 09:15 Sala Mazda bíla í Kína minnkaði um 21,5% á fyrsta fjórðungi ársins Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent
Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent