Mini selt 500.000 bíla í Bandaríkjunum 5. apríl 2013 11:15 Hátt í 70.000 Mini seljast nú á ári hverju í Bandaríkjunum Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent