Volkswagen þarf 50.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 15:12 Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent
Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent