Suzuki hefur selt 50 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 11:30 Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent