Sportast um á 40 tonna flutningabíl Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 10:57 Eru 480 hestöfl og toga 2.300 Newtonmetra. Hver myndi ekki vilja sitja undir stýri bíls með vél sem togar 2.300 Nm og er 480 hestöfl? Hver myndi heldur ekki vilja aka bíl sem borið getur 40 tonn fullhlaðinn? Þá fer maður reyndar ekki mjög hratt þó hestöflin séu mörg. Sú upplifun að aka vörubílum er afar skemmtileg og um leið upplýsandi um starf margra. Heimsókn til MAN, eins af stærri vörubíla-, flutningabíla-, og rútuframleiðanda heims er mikil upplifun og er sú framleiðsla gerólík venjulegri bílaframleiðslu og kaupendahópurinn kannski ennþá ólíkari. Höfuðstöðvar MAN eru í Munchen í Þýskalandi og þar fer einnig mikil framleiðsla fram þó svo verksmiðjur MAN megi finna víðar. Hjá MAN starfa 51.500 manns, svo um er að ræða gríðarstórt fyrirtæki. MAN, eins og öðrum þýskum ökutækjaframleiðendum gengur mjög vel þessa dagana og hefur aukið markaðshlutdeild sína í Evrópu frá 14% árið 2007 og uppí 17% í fyrra. Um 65% framleiðslu MAN er seld í Evrópu en 35% í öðrum heimsálfum. Það mun þó örugglega hratt breytast því í áætlunum MAN segir að innan fárra ára muni 50% framleiðslunnar seljast utan Evrópu. Er það ef til vill til marks um þau efnahagslegu vandræði sem hrjá Evrópu nú um stundir, en einnig mikla framsækni MAN og áræðni að taka enn meira þátt í hraðri uppbyggingu á öðrum markaðssvæðum. Mjög stórir og vaxandi markaðir hjá MAN eru í Rússlandi, Kína og Brasílíu og mjög er horft til þessara landa af forsvarsmönnum MAN.Allar stærðir flutningabíla prófaðirBílablaðamanni Fréttablaðsins og visir.is bauðst að aka hvaða stærð sem var af flutningabílum MAN í heimsókn sinni þar og aka þeim á prufuakstursbraut í eigu MAN, rétt hjá höfuðstöðvunum. Það var alveg sérstök lífsreynsla, ekki síst fyrir þær sakir að blaðamaður hafði aldrei áður ekið flutningabíl og aðeins einu sinni tekið lítillega í rútu á ævinni. Byrjað var á minnsta flutningabílnum og svo fært sig upp um stærðarflokk hægt og rólaga uns kom að flutningabíl sem fullhlaðinn vegur 40 tonn. Þessi bílar eru sannarlega mögnuð tæki og akstur þeirra um svo margt frábrugðinn akstur bíla. Allar hreyfingar eru hægar, fjöðrun mjúk og slaglengd löng. Athygliverðast var að finna við akstur lengsta og stærsta bílsins að ójöfnur sem farið var yfir skiluðu sér frá afturöxlinum löngu eftir að farið var yfir og áhrifin í stýrishúsinu áttu sér stað miklu seinna. Ekki þarf reyndar mikla ójöfnu til að ökumannssætið gangi upp og niður og þá skilur maður fyrst af hverju þau eru á þessum frábæru pumpum sem lyfta ökumanni þægilega upp og niður eftir hreyfingum bílsins. Ekki er hægt að aka þeim mjög grimmilega, heldur silast áfram, byggja hægt upp hraða og fara ekki of greitt í beygjur. En það er samt ótrúlega gaman og voldugt að stjórna svo gríðarlegu tæki sem þessir bílar eru. Athyglivert var að sjá hve vel búnir stjórnklefarnir eru í þessum bílum og til dæmis þarf ansi gott hljóðkerfi í lúxusbíl til að slá út því kerfi sem hlustað var á í akstrinum. Í sumum þeirra eru tvö rúm fyrir aftan framsætin og þar fer örugglega vel um þá sem njóta. Finna má kælihólf fyrir mat og drykk og fjölmörg önnur stór geymsluhólf.Ný lína sem uppfyllir EURO 6 mengunarstaðalinnKynning MAN að þessu sinni var á nýrri línu flutningabíla sem uppfylla nú þegar EURO 6 mengunarstaðalinn, sem bílar sem seldir eru í dag þurfa ekki að uppfylla fyrr en í september árið 2014. MAN eru þó tilbúnir með slíka bíla og sýnir það glögglega hve hörðum höndum þar er unnið. Að auki hefur MAN tekist með þessum nýju bílum að minnka eyðslu þeirra allra um 3 lítra á hundraðið og munar um minna ef horft er til hve marga kílómetra hver bíll leggur að baki á hverju ári. Í ferðinni var samsetningarverksmiðja vörubíla og flutningabíla heimsótt og þar vakti margt furðu. Til dæmis að engin suða á sér stað við smíði þeirra, þeir eru eingöngu boltaðir saman. Það tekur ekki nema 7 klukkutíma að setja saman hvern trukk, en til samanburðar tekur það gjarnan 30 klukkustundir að setja saman fólksbíl, sem þó er mörgum sinnum minni. Gæðakerfi innan verksmiðjunnar er greinilega í hæsta flokki og furðu margir sem eingöngu starfa við að prófa þá og skoða að allt sé fullkomlega unnið. Það vakti sannarlega öryggis- og gæðatilfinningu að heimsækja þessa verksmiðju.Blaðamaður við stjórnvölinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Eru 480 hestöfl og toga 2.300 Newtonmetra. Hver myndi ekki vilja sitja undir stýri bíls með vél sem togar 2.300 Nm og er 480 hestöfl? Hver myndi heldur ekki vilja aka bíl sem borið getur 40 tonn fullhlaðinn? Þá fer maður reyndar ekki mjög hratt þó hestöflin séu mörg. Sú upplifun að aka vörubílum er afar skemmtileg og um leið upplýsandi um starf margra. Heimsókn til MAN, eins af stærri vörubíla-, flutningabíla-, og rútuframleiðanda heims er mikil upplifun og er sú framleiðsla gerólík venjulegri bílaframleiðslu og kaupendahópurinn kannski ennþá ólíkari. Höfuðstöðvar MAN eru í Munchen í Þýskalandi og þar fer einnig mikil framleiðsla fram þó svo verksmiðjur MAN megi finna víðar. Hjá MAN starfa 51.500 manns, svo um er að ræða gríðarstórt fyrirtæki. MAN, eins og öðrum þýskum ökutækjaframleiðendum gengur mjög vel þessa dagana og hefur aukið markaðshlutdeild sína í Evrópu frá 14% árið 2007 og uppí 17% í fyrra. Um 65% framleiðslu MAN er seld í Evrópu en 35% í öðrum heimsálfum. Það mun þó örugglega hratt breytast því í áætlunum MAN segir að innan fárra ára muni 50% framleiðslunnar seljast utan Evrópu. Er það ef til vill til marks um þau efnahagslegu vandræði sem hrjá Evrópu nú um stundir, en einnig mikla framsækni MAN og áræðni að taka enn meira þátt í hraðri uppbyggingu á öðrum markaðssvæðum. Mjög stórir og vaxandi markaðir hjá MAN eru í Rússlandi, Kína og Brasílíu og mjög er horft til þessara landa af forsvarsmönnum MAN.Allar stærðir flutningabíla prófaðirBílablaðamanni Fréttablaðsins og visir.is bauðst að aka hvaða stærð sem var af flutningabílum MAN í heimsókn sinni þar og aka þeim á prufuakstursbraut í eigu MAN, rétt hjá höfuðstöðvunum. Það var alveg sérstök lífsreynsla, ekki síst fyrir þær sakir að blaðamaður hafði aldrei áður ekið flutningabíl og aðeins einu sinni tekið lítillega í rútu á ævinni. Byrjað var á minnsta flutningabílnum og svo fært sig upp um stærðarflokk hægt og rólaga uns kom að flutningabíl sem fullhlaðinn vegur 40 tonn. Þessi bílar eru sannarlega mögnuð tæki og akstur þeirra um svo margt frábrugðinn akstur bíla. Allar hreyfingar eru hægar, fjöðrun mjúk og slaglengd löng. Athygliverðast var að finna við akstur lengsta og stærsta bílsins að ójöfnur sem farið var yfir skiluðu sér frá afturöxlinum löngu eftir að farið var yfir og áhrifin í stýrishúsinu áttu sér stað miklu seinna. Ekki þarf reyndar mikla ójöfnu til að ökumannssætið gangi upp og niður og þá skilur maður fyrst af hverju þau eru á þessum frábæru pumpum sem lyfta ökumanni þægilega upp og niður eftir hreyfingum bílsins. Ekki er hægt að aka þeim mjög grimmilega, heldur silast áfram, byggja hægt upp hraða og fara ekki of greitt í beygjur. En það er samt ótrúlega gaman og voldugt að stjórna svo gríðarlegu tæki sem þessir bílar eru. Athyglivert var að sjá hve vel búnir stjórnklefarnir eru í þessum bílum og til dæmis þarf ansi gott hljóðkerfi í lúxusbíl til að slá út því kerfi sem hlustað var á í akstrinum. Í sumum þeirra eru tvö rúm fyrir aftan framsætin og þar fer örugglega vel um þá sem njóta. Finna má kælihólf fyrir mat og drykk og fjölmörg önnur stór geymsluhólf.Ný lína sem uppfyllir EURO 6 mengunarstaðalinnKynning MAN að þessu sinni var á nýrri línu flutningabíla sem uppfylla nú þegar EURO 6 mengunarstaðalinn, sem bílar sem seldir eru í dag þurfa ekki að uppfylla fyrr en í september árið 2014. MAN eru þó tilbúnir með slíka bíla og sýnir það glögglega hve hörðum höndum þar er unnið. Að auki hefur MAN tekist með þessum nýju bílum að minnka eyðslu þeirra allra um 3 lítra á hundraðið og munar um minna ef horft er til hve marga kílómetra hver bíll leggur að baki á hverju ári. Í ferðinni var samsetningarverksmiðja vörubíla og flutningabíla heimsótt og þar vakti margt furðu. Til dæmis að engin suða á sér stað við smíði þeirra, þeir eru eingöngu boltaðir saman. Það tekur ekki nema 7 klukkutíma að setja saman hvern trukk, en til samanburðar tekur það gjarnan 30 klukkustundir að setja saman fólksbíl, sem þó er mörgum sinnum minni. Gæðakerfi innan verksmiðjunnar er greinilega í hæsta flokki og furðu margir sem eingöngu starfa við að prófa þá og skoða að allt sé fullkomlega unnið. Það vakti sannarlega öryggis- og gæðatilfinningu að heimsækja þessa verksmiðju.Blaðamaður við stjórnvölinn
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent