Jepplingur frá Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2013 11:15 Fjári laglegur bíll frá Citroën Hefur fengið nafnið Rubis og Citroen horfir helst til Kína með framleiðslu hans. Þarf heimurinn enn einn jepplinginn, má spyrja? Það finnst að minnsta kosti Citroën, enda framleiða þeir engan slíkan í dag. Citroën áttar sig hinsvegar á, eins og flestir aðrir bílaframleiðendur, að mikil eftispurn er eftir jepplingum og því er spáð að það haldi kröftuglega áfram á næstu árum. Nýi jepplingur Citroën hefur fengið heitið Rubis sem þýðir fjólublár á frönsku og skýrir kannski litinn á bílnum sem hér sést. Hann mun flokkast undir DS bíla Citroën, en þeir eru að jafnaði betur búnir og kosta meira en hefðbundnir Citroën bílar. Rubis er 470 cm langur, 5 cm lengri en BMW X3 jepplingurinn en hann verður óvenju breiður, breiðari en BMW X5 jeppinn. Rubis mun fá tvinntæknibúnað en stærð vélar liggur ekki fyrir. Sá markaður sem Citroën horfir helst til með framleiðslu jepplingsins er Kína. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankurt.Rubis séður að aftan Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent
Hefur fengið nafnið Rubis og Citroen horfir helst til Kína með framleiðslu hans. Þarf heimurinn enn einn jepplinginn, má spyrja? Það finnst að minnsta kosti Citroën, enda framleiða þeir engan slíkan í dag. Citroën áttar sig hinsvegar á, eins og flestir aðrir bílaframleiðendur, að mikil eftispurn er eftir jepplingum og því er spáð að það haldi kröftuglega áfram á næstu árum. Nýi jepplingur Citroën hefur fengið heitið Rubis sem þýðir fjólublár á frönsku og skýrir kannski litinn á bílnum sem hér sést. Hann mun flokkast undir DS bíla Citroën, en þeir eru að jafnaði betur búnir og kosta meira en hefðbundnir Citroën bílar. Rubis er 470 cm langur, 5 cm lengri en BMW X3 jepplingurinn en hann verður óvenju breiður, breiðari en BMW X5 jeppinn. Rubis mun fá tvinntæknibúnað en stærð vélar liggur ekki fyrir. Sá markaður sem Citroën horfir helst til með framleiðslu jepplingsins er Kína. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankurt.Rubis séður að aftan
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent