Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 13. apríl 2013 00:01 FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. Í fyrri hálfleik var fátt um fína drætti varnarlega hjá liðinum. Sóknir liðanna voru aftur á móti góðar og markvarslan var nánast engin. FH varði 2 skot í fyrri hálfleik og Fram 5 enda var mikið skorað. Það blasti við að ef annað liðið næði sér á strik í vörninni í seinni hálfleik þá myndi það vinna auðveldan sigur og það varð reyndin. FH lék mjög góða vörn í seinni hálfleik, hraðaupphlaupin gengu mjög vel og Daníel Freyr Andrésson varði það sem hann þurfti að verja. FH náði fljótt fjögurra marka forystu í seinni hálfleik og Fram gafst í raun upp um miðjan hálfleikinn og FH gekk enn frekar á lagið og vann öruggan níu marka sigur. Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert átti báðir þokkalegan leik fyrir Fram en liðið þarf að leika mikið betri vörn og fá í kjölfarið markvörslu ætli liðið að stríða FH í þessu einvígi. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson fóru á kostum fyrir FH en flestir leikmenn liðsins léku mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. FH var með sóknarleik Fram í vasanum í seinni hálfleik og sóknarleikur liðsins í dag var líklega sá besti á leiktíðinni. Erfitt er að sigra FH þegar liðið er í þessum ham. Ásbjörn: Besti sóknarleikurinn í vetur„Mér fannst vörnin fín fyrsta korterið en Danni komst ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik og þegar hann var kominn í gang og við fengum þéttleika í varnarleikinn þá keyrðum við yfir þá með hraðaupphlaupum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi og markahæsti leikmaður FH í dag. „Þetta er besti sóknarleikur sem við höfum spilað, við áttum einn og einn góðan leik þar sem við spiluðum góða sókn í 40 til 50 mínútur en í dag spiluðum við góða sókn í 60 mínútur. „Við höfum haldið áfram að vinna í sömu kerfum og við höfum verið að vinna í síðan ég kom í nóvember. Ef maður vinnur í sömu hlutunum þá hlýtur maður að verða betri á endanum. „Það er bara 1-0, það er ekki 9-0 eða neitt svoleiðis. Við byrjum aftur í 0-0 stöðu á þriðjudaginn á móti þeim og það verður hörkuleikur í Safamýrinni. „Við vissum nákvæmlega fyrir þennan leik hvernig við ætluðum að stoppa þá. Það gekk ekki alveg í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik og við þurfum að byrja leikinn í Safamýri eins og við byrjuðum seinni hálfleikinn í dag. Þeir eru sterkari á heimavelli en útivelli,“ sagði Ásbjörn að lokum. Jóhann Gunnar: Misstum sjálfstraustið„Það hrundi allt í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin aldrei góð í leiknum. Við ákváðum að breyta aðeins áherslum í vörninni og það klikkaði all svakalega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson markahæsti leikmaður Fram í leiknum. „Við spiluðum ekki okkar 3-2-1 vörn heldur vorum við meira komnir í 3-3 vörn, maður á mann, og þeir eru svo góðir á löppunum að það gengur ekkert upp. Þeir eru svo góðir maður á mann. „Það var engin markvarsla hjá okkur, vörnin var léleg og sóknin var hæg. Það er skrýtið að þetta gerist í úrslitakeppninni. „Þeir fá smá markvörslu og ná þessu forskoti. Við fáum ekkert sérstök færi og skjótum illa. Mér finnst við gefast upp þegar korter er eftir. Menn eru með það í bakhöndinni að við eigum annan séns og vilja kannski ekki taka einhverja auka áhættu. Þeir voru miklu öflugari en við í dag og með svör við öllu. „Þeir fá sjálfstraust og við missum sjálfstraustið, þá lítur vörnin þeirra miklu betur út. Vörnin þeirra er fín en við leyfum þeim að gera það sem þeir vilja, brjóta og við fáum ekki flæði og náum ekki að lokka þá út og rugla vörnina með skiptingum. Þá eru þeir bestir. Við hlupum í fangið á þeim og þá varði Danni boltana sína. Það má ekki gerast. „Það er bara 1-0 en það verður 3-0 ef þetta heldur svona áfram. Það verður ekki mikið æft fram á þriðjudaginn og ekki gerðar neinar stórkostlegar breytingar. Þetta verða vídeófundir og ég vona að við höfum ekki drepið Einar úr leiðindum í mars. Það er langt síðan maður hefur verið í úrslitakeppni og maður veit ekki hvað tekur við,“ sagði Jóhann Gunnar en Einar Jónsson þjálfari Fram var ekki með liðinu þar sem hann er að jafna sig eftir heilahimnubólgu og óvíst með hvenær hann verði klár í slaginn. „Það er aðallega slæmt að vera án Einars á æfingum. Við reyndum að peppa okkur upp en þetta er ekki það sama. Einar er mjög fær og góður þjálfari og lætur okkur heyra það ef við erum ekki að gera hlutina rétt. Það hefðu kannski ekki verið stórkostlegar breytingar með hann á bekknum en það er betra að hafa hann á æfingum,“ sagði Jóhann um þjálfara sinn. Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. Í fyrri hálfleik var fátt um fína drætti varnarlega hjá liðinum. Sóknir liðanna voru aftur á móti góðar og markvarslan var nánast engin. FH varði 2 skot í fyrri hálfleik og Fram 5 enda var mikið skorað. Það blasti við að ef annað liðið næði sér á strik í vörninni í seinni hálfleik þá myndi það vinna auðveldan sigur og það varð reyndin. FH lék mjög góða vörn í seinni hálfleik, hraðaupphlaupin gengu mjög vel og Daníel Freyr Andrésson varði það sem hann þurfti að verja. FH náði fljótt fjögurra marka forystu í seinni hálfleik og Fram gafst í raun upp um miðjan hálfleikinn og FH gekk enn frekar á lagið og vann öruggan níu marka sigur. Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert átti báðir þokkalegan leik fyrir Fram en liðið þarf að leika mikið betri vörn og fá í kjölfarið markvörslu ætli liðið að stríða FH í þessu einvígi. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson fóru á kostum fyrir FH en flestir leikmenn liðsins léku mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. FH var með sóknarleik Fram í vasanum í seinni hálfleik og sóknarleikur liðsins í dag var líklega sá besti á leiktíðinni. Erfitt er að sigra FH þegar liðið er í þessum ham. Ásbjörn: Besti sóknarleikurinn í vetur„Mér fannst vörnin fín fyrsta korterið en Danni komst ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik og þegar hann var kominn í gang og við fengum þéttleika í varnarleikinn þá keyrðum við yfir þá með hraðaupphlaupum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi og markahæsti leikmaður FH í dag. „Þetta er besti sóknarleikur sem við höfum spilað, við áttum einn og einn góðan leik þar sem við spiluðum góða sókn í 40 til 50 mínútur en í dag spiluðum við góða sókn í 60 mínútur. „Við höfum haldið áfram að vinna í sömu kerfum og við höfum verið að vinna í síðan ég kom í nóvember. Ef maður vinnur í sömu hlutunum þá hlýtur maður að verða betri á endanum. „Það er bara 1-0, það er ekki 9-0 eða neitt svoleiðis. Við byrjum aftur í 0-0 stöðu á þriðjudaginn á móti þeim og það verður hörkuleikur í Safamýrinni. „Við vissum nákvæmlega fyrir þennan leik hvernig við ætluðum að stoppa þá. Það gekk ekki alveg í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik og við þurfum að byrja leikinn í Safamýri eins og við byrjuðum seinni hálfleikinn í dag. Þeir eru sterkari á heimavelli en útivelli,“ sagði Ásbjörn að lokum. Jóhann Gunnar: Misstum sjálfstraustið„Það hrundi allt í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin aldrei góð í leiknum. Við ákváðum að breyta aðeins áherslum í vörninni og það klikkaði all svakalega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson markahæsti leikmaður Fram í leiknum. „Við spiluðum ekki okkar 3-2-1 vörn heldur vorum við meira komnir í 3-3 vörn, maður á mann, og þeir eru svo góðir á löppunum að það gengur ekkert upp. Þeir eru svo góðir maður á mann. „Það var engin markvarsla hjá okkur, vörnin var léleg og sóknin var hæg. Það er skrýtið að þetta gerist í úrslitakeppninni. „Þeir fá smá markvörslu og ná þessu forskoti. Við fáum ekkert sérstök færi og skjótum illa. Mér finnst við gefast upp þegar korter er eftir. Menn eru með það í bakhöndinni að við eigum annan séns og vilja kannski ekki taka einhverja auka áhættu. Þeir voru miklu öflugari en við í dag og með svör við öllu. „Þeir fá sjálfstraust og við missum sjálfstraustið, þá lítur vörnin þeirra miklu betur út. Vörnin þeirra er fín en við leyfum þeim að gera það sem þeir vilja, brjóta og við fáum ekki flæði og náum ekki að lokka þá út og rugla vörnina með skiptingum. Þá eru þeir bestir. Við hlupum í fangið á þeim og þá varði Danni boltana sína. Það má ekki gerast. „Það er bara 1-0 en það verður 3-0 ef þetta heldur svona áfram. Það verður ekki mikið æft fram á þriðjudaginn og ekki gerðar neinar stórkostlegar breytingar. Þetta verða vídeófundir og ég vona að við höfum ekki drepið Einar úr leiðindum í mars. Það er langt síðan maður hefur verið í úrslitakeppni og maður veit ekki hvað tekur við,“ sagði Jóhann Gunnar en Einar Jónsson þjálfari Fram var ekki með liðinu þar sem hann er að jafna sig eftir heilahimnubólgu og óvíst með hvenær hann verði klár í slaginn. „Það er aðallega slæmt að vera án Einars á æfingum. Við reyndum að peppa okkur upp en þetta er ekki það sama. Einar er mjög fær og góður þjálfari og lætur okkur heyra það ef við erum ekki að gera hlutina rétt. Það hefðu kannski ekki verið stórkostlegar breytingar með hann á bekknum en það er betra að hafa hann á æfingum,“ sagði Jóhann um þjálfara sinn.
Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira