Körfubolti

Jovan öflugri en allur Snæfellsbekkurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jovan Zdravevski.
Jovan Zdravevski. Mynd/Valli
Jovan Zdravevski er að koma sterkur inn af bekknum hjá Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og það hefur ekki verið nein breyting á því í undanúrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Jovan Zdravevski er í hlutverki sjötta manns hjá Garðabæjarliðinu en hefur engu að síður skorað 15,6 stig að meðaltali í leik.

Stjarnan tekur á móti Snæfelli í kvöld í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ, hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stjarnan tryggir sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri en vinni Snæfell leikinn á eftir verður oddaleikur í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.

Jovan Zdravevski skoraði 21 stig í 93-79 sigri Snæfells í þriðja leiknum í Stykkishólmi og nú er svo komið að hann hefur komið með meira að stigum inn af bekknum í einvíginu heldur en allur Snæfellsbekkurinn til saman.

Jovan hefur skorað 42 stig í leikjunum þremur á móti Snæfelli en Hólmarar hafa á móti aðeins fengið samtals 35 stig frá sínum bekk. Mestur var munurinn í leik þrjú þar sem Jovan "vann" Snæfellsbekkinn 21-14.

Stig frá bekknum í fyrstu þremur leikjum einvígis Snæfells og Stjörnunnar:

Leikur eitt - Stjarnan 14-10 (+4)

Jovan skoraði 14 stig

Leikur tvö - Stjarnan 12-11 (+1)

Jovan skoraði 7 stig

Leikur þrjú - Stjarnan 24-14 (+10)

Jovan skoraði 21 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×