Vilja frekar gott verð en nýjasta nýtt Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 12:15 Bíll settur saman í Þýskalandi Aðalatriðið að þeir séu á viðráðanlegu verði en hönnun og tækni skipta minna máli. Eins mikið og rætt er og ritað um nýja bíla og þá nýjustu tækni sem í þeim er þá virðast kaupendur nýrra bíla frekar vilja gott tilboð í bíl sem ekki er nýlega hannaður en það nýjasta frá bílaframleiendunum. Könnun sem gerð var af bílavefnum AutoTrader.com leiðir þetta í ljós og 80% bílakaupenda vilja frekar gott tilboð en nýjustu hönnun. Ennfremur kemur í ljós að 57% kaupenda finnst ekki mikilvægt að eiga bíl sem er glæný hönnun eða endurhönnun eldri bíla. Bílaframleiðendur ættu e.t.v. að hafa þessar niðurstöður skýrar í huga í ljósi þeirrar miklu áherslu sem þeir leggja á endursköpun og nýhönnun bíla sem fylgir gríðarlegur kostnaður. Sama könnun leiðir í ljós að 71% kaupenda bíla höfðu keypt bíla sína af nauðsyn en ekki vegna þess að þeim langaði svo mikið í þá. Sá hlutur, samkvæmt könnuninni, sem skiptir mestu máli við kaup á bílum er að þeir séu á viðráðanlegu verði og settu 27% svarenda það í fyrsta sæti en aðeins 10% settu hönnun og útlit í fyrsta sæti og aðeins 3% nýjustu tækni. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent
Aðalatriðið að þeir séu á viðráðanlegu verði en hönnun og tækni skipta minna máli. Eins mikið og rætt er og ritað um nýja bíla og þá nýjustu tækni sem í þeim er þá virðast kaupendur nýrra bíla frekar vilja gott tilboð í bíl sem ekki er nýlega hannaður en það nýjasta frá bílaframleiendunum. Könnun sem gerð var af bílavefnum AutoTrader.com leiðir þetta í ljós og 80% bílakaupenda vilja frekar gott tilboð en nýjustu hönnun. Ennfremur kemur í ljós að 57% kaupenda finnst ekki mikilvægt að eiga bíl sem er glæný hönnun eða endurhönnun eldri bíla. Bílaframleiðendur ættu e.t.v. að hafa þessar niðurstöður skýrar í huga í ljósi þeirrar miklu áherslu sem þeir leggja á endursköpun og nýhönnun bíla sem fylgir gríðarlegur kostnaður. Sama könnun leiðir í ljós að 71% kaupenda bíla höfðu keypt bíla sína af nauðsyn en ekki vegna þess að þeim langaði svo mikið í þá. Sá hlutur, samkvæmt könnuninni, sem skiptir mestu máli við kaup á bílum er að þeir séu á viðráðanlegu verði og settu 27% svarenda það í fyrsta sæti en aðeins 10% settu hönnun og útlit í fyrsta sæti og aðeins 3% nýjustu tækni.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent