Eigendur Ford Hybrid bíla kæra vegna eyðslu bílanna Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2013 16:03 Ford C-Max Hybrid Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent