Methagnaður Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:32 Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent