Handbolti

Fínt að vera hetjan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar
Róbert Aron í háloftunum.
Róbert Aron í háloftunum. Mynd/Stefán
„Ég man þegar að Siggi Eggerts skoraði eitt svona mark á móti HK en þetta var þvílíka dramatíkin,“ sagði Róbert Aron Hostert, hetja Framara í dag. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn FH í fjórða leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla á lokasekúndunum.

„Ég átti að fá fríkast,“ sagði hann um aðdragandann hjá lokamarki FH í leiknum. „Ég hélt á boltanum og hann sló á höndina mína. Ég var brjálaður, enda mér að kenna. Ég þurfti því að svara þessu með marki og vera hetjan í dag.“

„Þetta voru tvö hörkulið sem mættust í dag og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Bæði lið voru með góðar varnir en lélegan sóknarleik. En ætli heppnin hafi ekki verið með okkur í þetta skiptið.“

Róbert er óhræddur við að skjóta, jafnvel í hverri sókn á eftir annarri þótt ekkert gangi.

„Þetta er bara fyrirmælin frá þjálfaranum. Frekar að skjóta en senda. En það voru nokkur skot hjá mér sem voru út á þekju. Kannski er það þreytunni og álaginu kenna. En það er fínt að fá að vera hetjan í dag - ég hef ekki upplifað annað eins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×