Mercedes Benz uppfærir Unimog 23. apríl 2013 15:30 Hefur fengið nýtt nafnakerfi og tvær nýjar dísilvélar. Það eru varla til þær torfærur sem trukkurinn Unimog frá Mercedes Benz ekki kemst yfir og þónokkuð margir þeirra eru til hér á landi. Alla bíla þarf þó að uppfæra og aðlaga nýjum mengunarreglum og stutt er í gildistöku EURO 6 mengunarstaðalsins. Því hefur Benz þurft að enduhanna Unimog flota sinn en að auki hafa bílarnir fengið nýtt nafnakerfi. U stendur fyrir Unimog en næsti tölustafur stendur fyrir stærð bílsins og þeir tveir síðustu fyrir vélarafl. Því er U216 af frekar nettri gerð og með 160 hestafla vél en U530 er mun stærri bíll með 300 hestafla vél. Talsverðar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á bílunum og hefur hann fengið að miklum leiti nýjan framenda. Allar gerðir Unimog uppfylla nú EURO6 mengunarstaðalinn sem tekur gildi í september á næsta ári. Tvær nýjar vélar er nú að finna í Unimog, 5,1 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U216, U218, U318 og U423. Einnig er komin 7,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í U427, U430, U527 og U530 gerðunum. Gírkassinn í þessum bílum hefur 8 gíra áfram og 6 afturábak og hann er “hálf”-sjálfskiptur. Einnig eru bílarnir með hátt og lágt drif. Bílarnir eru talsvert breyttir að innan og mælaborðið er gerólíkt forveranum. Unimog er seldur í 130 löndum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Hefur fengið nýtt nafnakerfi og tvær nýjar dísilvélar. Það eru varla til þær torfærur sem trukkurinn Unimog frá Mercedes Benz ekki kemst yfir og þónokkuð margir þeirra eru til hér á landi. Alla bíla þarf þó að uppfæra og aðlaga nýjum mengunarreglum og stutt er í gildistöku EURO 6 mengunarstaðalsins. Því hefur Benz þurft að enduhanna Unimog flota sinn en að auki hafa bílarnir fengið nýtt nafnakerfi. U stendur fyrir Unimog en næsti tölustafur stendur fyrir stærð bílsins og þeir tveir síðustu fyrir vélarafl. Því er U216 af frekar nettri gerð og með 160 hestafla vél en U530 er mun stærri bíll með 300 hestafla vél. Talsverðar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á bílunum og hefur hann fengið að miklum leiti nýjan framenda. Allar gerðir Unimog uppfylla nú EURO6 mengunarstaðalinn sem tekur gildi í september á næsta ári. Tvær nýjar vélar er nú að finna í Unimog, 5,1 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U216, U218, U318 og U423. Einnig er komin 7,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í U427, U430, U527 og U530 gerðunum. Gírkassinn í þessum bílum hefur 8 gíra áfram og 6 afturábak og hann er “hálf”-sjálfskiptur. Einnig eru bílarnir með hátt og lágt drif. Bílarnir eru talsvert breyttir að innan og mælaborðið er gerólíkt forveranum. Unimog er seldur í 130 löndum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent