Milljón Mustang bílar í Flat Rock Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 13:30 Sá milljónasti í Flat Rock Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent