Bandarískir bílaframleiðendur vinna á heima Finnur Thorlacius skrifar 1. maí 2013 08:45 Ford Fusion selst nú eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á kostnað Toyota Camry og Honda Accord Ford, GM og Chrysler juku öll við markaðshlutdeild sína. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þeim bílaframleiðendum sem gengið hefur verst í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi eru einmitt þaðan. Þeir hafa stöðugt tapað hlutdeild til framleiðenda frá Japan, Þýskalandi, Kóreu og fleiri þjóðum. Nú hefur hið óvænta hinsvegar gerst að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs juku heimaframleiðendurnir hlutdeild sína á kostnað hinna. Það hafði ekki gerst í 80 ársfjórðunga í röð. Öll stóru 3 fyrirtækin GM, Ford og Chrysler juku við hlutdeild sína og það sem meira er, það er búist við því að það haldi áfram. Aukin gæði í smíði bandarískra bíla er sagt meginvaldur þessara straumhvarfa. Bílasala í Bandaríkjunum gengur um þessar mundir mjög vel svo það eykur enn á gleði heimaframleiðendanna. Allt stefnir í ríflega 15 milljón bíla sölu í ár, sem yrði besta bílasöluár síðan 2007. Ford, GM og Chrysler græddu 0,7%, 0,5% og 0,2% hlutdeild á samkeppnina, eða 1,4% til samans og hafa nú 45,6% markaðarins. Árið 1993 áttu þeir hinsvegar 74,3% markaðarins. Bandarísku framleiðendurnir mega þó ekki halla sér aftur, slappa af og njóta árangurins lengi því lækkandi gengi japanska yensins gefur þeim japönsku tækifæri til frekari sóknar og búist er við að það muni enn lækka. Á móti kemur að gengi kóreska Wonsins er enn að styrkjast og það er vatn á millu Ford, GM og Chrysler. Hyundai og Kia töpuðu bæði talsverðri markaðshlutdeild á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum, eftir mörg ár í mikilli sókn. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Ford, GM og Chrysler juku öll við markaðshlutdeild sína. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þeim bílaframleiðendum sem gengið hefur verst í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi eru einmitt þaðan. Þeir hafa stöðugt tapað hlutdeild til framleiðenda frá Japan, Þýskalandi, Kóreu og fleiri þjóðum. Nú hefur hið óvænta hinsvegar gerst að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs juku heimaframleiðendurnir hlutdeild sína á kostnað hinna. Það hafði ekki gerst í 80 ársfjórðunga í röð. Öll stóru 3 fyrirtækin GM, Ford og Chrysler juku við hlutdeild sína og það sem meira er, það er búist við því að það haldi áfram. Aukin gæði í smíði bandarískra bíla er sagt meginvaldur þessara straumhvarfa. Bílasala í Bandaríkjunum gengur um þessar mundir mjög vel svo það eykur enn á gleði heimaframleiðendanna. Allt stefnir í ríflega 15 milljón bíla sölu í ár, sem yrði besta bílasöluár síðan 2007. Ford, GM og Chrysler græddu 0,7%, 0,5% og 0,2% hlutdeild á samkeppnina, eða 1,4% til samans og hafa nú 45,6% markaðarins. Árið 1993 áttu þeir hinsvegar 74,3% markaðarins. Bandarísku framleiðendurnir mega þó ekki halla sér aftur, slappa af og njóta árangurins lengi því lækkandi gengi japanska yensins gefur þeim japönsku tækifæri til frekari sóknar og búist er við að það muni enn lækka. Á móti kemur að gengi kóreska Wonsins er enn að styrkjast og það er vatn á millu Ford, GM og Chrysler. Hyundai og Kia töpuðu bæði talsverðri markaðshlutdeild á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum, eftir mörg ár í mikilli sókn.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent