Mercedes Benz og Aston Martin í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 16:20 Aston martin Vanquish Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent