Bieber fékk 6 hraðasektir í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 13:44 Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent
Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent