Honda og Mazda auka hagnað en lækkar hjá Hyundai 7. maí 2013 12:30 Honda CR-V á vænan skerf í hagnaði Honda nú Samt er Hyundai með meiri hagnað en Honda og Mazda samanlagt. Misjafnt er gengi bílaframleiðendanna, en tölur fyrir fyrsta ársfjórðung streyma nú út. Honda jók hagnað sinn frá fyrra ári um 6,6% og er því helst að þakka lækkandi gengi heimagjaldmiðilsins og mikilli sölu Honda Accord og CR-V í Bandaríkjunum. Hagnaður Honda þessa fyrstu 3 mánuði var 761 milljón dollarar eða 89 milljarðar króna. Yenið hefur fallið um 21% frá nóvember í fyrra og það hjálpar Honda að flytja út bíla sína. Honda seldi 5,5% fleiri bíla í Bandaríkjunum nú en í fyrra og stefnir að því að bæta sölumet sitt þar frá árinu 2007, en þá seldu þeir 1,55 milljón bíla. Honda framleiddi 4,01 milljón bíla í fyrra en ætlar að framleiða 6 milljónir árið 2017 og eru því ansi brattir hvað von um vöxt varðar. Í ár er stefnan að selja 4,4 milljón bíla. Opnun nýrra verksmiðja á næstunni í Tælandi, Malasíu og Mexíkó er liður í þeim vexti og munu þær að mestu framleiða litla bíla, en þar er Honda sterkast fyrir.Gott uppgjör MazdaUppgjör Mazda var líka jákvætt en fyrirtækið hagnaðist um 364 milljón dollar eða 42,6 milljarða króna. Það var hinsvegar tap á rekstrinum í Bandaríkjunum. Það tap telja Mazda menn að taki enda í ár. Mazda seldi 273.000 bíla í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi og nam söluaukningin tveimur prósentum. Er það helst að þakka góðri sölu á CX-5 jepplingnum. Miklar væntingar eru hjá Mazda varðandi sölu í Bandríkjunum í ár vegna komu endurhannaðra Mazda 6 og Mazda 3 bíla. Mazda seldi 6% færri bíla í Evrópu en í fyrra. Þar hefur Mazda einnig miklar væntingar um aukningu í sölu. Hjá Mazda hafa menn einnig trú á áframhaldandi lækkun Yensins. Mazda spáir 13% aukningu hagnaðar fyrir allt árið í ár og 8% aukningu í sölu og að heildarsalan verði 1,34 milljón bílar. Hún var 1,24 milljón bílar í fyrra. Stefnan er að selja 1,7 milljón bíla árið 2016.Óveðursský hjá Hyundai/Kia en samt mikill hagnaðurEkki er alveg sömu góðu söguna að færa frá S-kóreska framleiðandanum Hyundai/Kia en þar féll hagnaðurinn um 15% frá fyrra ári. Þar á bæ er gjaldmiðillinn ekki að hjálpa heldur skaða fyrirtækið vegna hækkunar. Verkföll settu einnig strik í reikninginn á þessum fyrsta ársfjórðungi. Þá eru endurgreiðslur til þeirra bíleigenda sem kærðu vegna rangra eyðslutalna ekki til þess fallnar að auka hagnað, sem og innkallanir. Hyundai og Kia finna mjög fyrir aukinni samkeppni frá japönskum bílaframleiðendum og verðbilið sem á milli bíla frá S-Kóreu og Japan var er horfið. Hyundai og Kia er þó engin vorkunn hvað hagnað varðar því hann nam 1,9 milljarði dollar, eða 222 milljarði króna og var því næstum tvöfalt hærri en hjá Honda og Mazda samanlagt. Það er bara samanburðurinn frá því í fyrra sem er með neikvæðum formerkjum en afar vel hefur gengið hjá Hyundai og Kia á undanförnum árum. Gjaldmiðillinn S-kóreski, Won hefur styrkst um 4,2% frá áramótum og það kætir ekki kóreska framleiðendur. Því hugleiða Hyundai og Kia að framleiða meira af bílum sínum í öðrum löndum. Hlutabréf í Hyundai hafa fallið um 11% á árinu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Samt er Hyundai með meiri hagnað en Honda og Mazda samanlagt. Misjafnt er gengi bílaframleiðendanna, en tölur fyrir fyrsta ársfjórðung streyma nú út. Honda jók hagnað sinn frá fyrra ári um 6,6% og er því helst að þakka lækkandi gengi heimagjaldmiðilsins og mikilli sölu Honda Accord og CR-V í Bandaríkjunum. Hagnaður Honda þessa fyrstu 3 mánuði var 761 milljón dollarar eða 89 milljarðar króna. Yenið hefur fallið um 21% frá nóvember í fyrra og það hjálpar Honda að flytja út bíla sína. Honda seldi 5,5% fleiri bíla í Bandaríkjunum nú en í fyrra og stefnir að því að bæta sölumet sitt þar frá árinu 2007, en þá seldu þeir 1,55 milljón bíla. Honda framleiddi 4,01 milljón bíla í fyrra en ætlar að framleiða 6 milljónir árið 2017 og eru því ansi brattir hvað von um vöxt varðar. Í ár er stefnan að selja 4,4 milljón bíla. Opnun nýrra verksmiðja á næstunni í Tælandi, Malasíu og Mexíkó er liður í þeim vexti og munu þær að mestu framleiða litla bíla, en þar er Honda sterkast fyrir.Gott uppgjör MazdaUppgjör Mazda var líka jákvætt en fyrirtækið hagnaðist um 364 milljón dollar eða 42,6 milljarða króna. Það var hinsvegar tap á rekstrinum í Bandaríkjunum. Það tap telja Mazda menn að taki enda í ár. Mazda seldi 273.000 bíla í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi og nam söluaukningin tveimur prósentum. Er það helst að þakka góðri sölu á CX-5 jepplingnum. Miklar væntingar eru hjá Mazda varðandi sölu í Bandríkjunum í ár vegna komu endurhannaðra Mazda 6 og Mazda 3 bíla. Mazda seldi 6% færri bíla í Evrópu en í fyrra. Þar hefur Mazda einnig miklar væntingar um aukningu í sölu. Hjá Mazda hafa menn einnig trú á áframhaldandi lækkun Yensins. Mazda spáir 13% aukningu hagnaðar fyrir allt árið í ár og 8% aukningu í sölu og að heildarsalan verði 1,34 milljón bílar. Hún var 1,24 milljón bílar í fyrra. Stefnan er að selja 1,7 milljón bíla árið 2016.Óveðursský hjá Hyundai/Kia en samt mikill hagnaðurEkki er alveg sömu góðu söguna að færa frá S-kóreska framleiðandanum Hyundai/Kia en þar féll hagnaðurinn um 15% frá fyrra ári. Þar á bæ er gjaldmiðillinn ekki að hjálpa heldur skaða fyrirtækið vegna hækkunar. Verkföll settu einnig strik í reikninginn á þessum fyrsta ársfjórðungi. Þá eru endurgreiðslur til þeirra bíleigenda sem kærðu vegna rangra eyðslutalna ekki til þess fallnar að auka hagnað, sem og innkallanir. Hyundai og Kia finna mjög fyrir aukinni samkeppni frá japönskum bílaframleiðendum og verðbilið sem á milli bíla frá S-Kóreu og Japan var er horfið. Hyundai og Kia er þó engin vorkunn hvað hagnað varðar því hann nam 1,9 milljarði dollar, eða 222 milljarði króna og var því næstum tvöfalt hærri en hjá Honda og Mazda samanlagt. Það er bara samanburðurinn frá því í fyrra sem er með neikvæðum formerkjum en afar vel hefur gengið hjá Hyundai og Kia á undanförnum árum. Gjaldmiðillinn S-kóreski, Won hefur styrkst um 4,2% frá áramótum og það kætir ekki kóreska framleiðendur. Því hugleiða Hyundai og Kia að framleiða meira af bílum sínum í öðrum löndum. Hlutabréf í Hyundai hafa fallið um 11% á árinu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent