Íslenski boltinn

Tóm tjara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV.

Orðrómur hefur verið á samfélagsmiðlum og nokkrum fjölmiðlum þess efnis að Heiðar gæti verið á leiðinni til Eyja. Þeir Hermann eru góðir félagar en Hermann neitar því að Heiðar ætli að spila með liðinu í sumar.

„Það er bara tóm tjara," sagði Hermann í samtali við Vísi í dag. Heiðar fór á kostum með 1976 og 1977 árangnum á árgangamóti Þróttar um helgina. Hermann neitar því ekki að hann væri til í að fá hann til liðsins. Hann telji hins vegar ekki að vinur sinn hafi áhuga á að spila með liðinu í sumar.

Englendingurinn James Frayne æfir með Eyjamönnum en er ekki kominn með leikheimild. Frayne er frændi fyrrverandi eiginkonu David James og kom með markverðinum til Íslands.

„Þetta er hæfileikaríkur knattspyrnumaður. Hann er hins vegar ekki í neinu formi. Það yrði bara bónus ef hann myndi spila," segir Hermann.


Tengdar fréttir

Heiðar Helguson hvergi nærri hættur

Framherjinn Heiðar Helguson sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu væri lokið. Hann er þó ekki hættur að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×