Íslenski boltinn

David James kann að meta Afro Stefson

David James, markvörður Eyjamanna, var í skemmtilegu viðtali í upphitunarþætti fyrir Pepsi-deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið.

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi þar við markvörðinn litríka sem lýsti veru sinni í Eyjum og hversu spenntur hann væri fyrir sumrinu.

Hann kom meðal annars inn á hve vel hann kann að meta íslenska tónlist. Nefndi hann til sögunnar Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk Retro Stefson sem hann kallaði reyndar Afro Stefson. Hörður leiðrétti hann þó um leið.

ÍBV mætir ÍA í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×