Sport

Flott frammistaða í Hull

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Keppnishópurinn í Hull í gær.
Keppnishópurinn í Hull í gær. Mynd/Jón Viðar Arnþórsson
Bjarki Þór Pálsson, Diego Björn Valencia og Magnús Ingi Ingvarsson  úr Mjölni unnu sigur í sínum MMA bardögum í Legion Championship Figthing keppninni í Hull á Englandi í gærkvöld.

Bjarki Þór og Magnús Ingi unnu á Ambar-lás í fyrstu lotu en Diego Björn með Guillotine-hengingarlás í þriðju lotu.

Bjarki Ómarsson og Bjarni Kristjánsson töpuðu báðir sínum bardögum á dómaraúrskurði eftir mikla og harða keppni. Bjarki er aðeins 18 ára gamall en bardaginn var hans fyrsti og andstæðingurinn reynslumikill.

Bjarni barðist einnig í fyrsta sinn og átti að keppa undir reglum sem leyfa engin högg í gólfinu. Rétt fyrir bardagann forfallaðist andstæðingur hans og Bjarni bauðst til þess að keppa undir atvinnumannareglum og það gegn miklu reyndari andstæðingi.

Bjarni tapaði á dómaraúrskurðu 29-28 þannig að hann vann sigur í einni lotu en tapaði í hinni.

Nánar á Bardagafregnir.is.


Tengdar fréttir

Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra

Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×