Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu 2. maí 2013 12:41 Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira