Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Birgir H. Stefánsson í Boganum skrifar 1. maí 2013 12:46 Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. Fyrsti alvöru leikur tímabilsins fór fram innandyra að þessu sinni í Boganum á Akureyri sem kom fæstum á óvart enda frost og snjókoma úti og Þórsvöllurinn vel langt frá því að vera leikhæfur. Bæði lið mættu til leiks með öfluga hópa en hjá heimamönnum voru Sandra María Jessen fjarverandi vegna meiðsla sem og Kaitlyn Savage sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir félagið og allt útlit fyrir að tímabilinu sé lokið hjá henni áður en það hófst fyrir alvöru. Hjá Stjörnunni vantaði þær Ingu Birnu Friðjónsdóttir og Anna María Baldursdóttir kom með liðinu norður og var á skýrslu en ekki var gert ráð fyrir henni samkvæmt Þorláki þjálfara. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið að prófa sig áfram. Hægt og rólega virtust leikmenn fá meira sjálfstraust og spilið fór að ganga betur og hraðar fyrir sig. Fyrsta alvöru færi leiksins lét sjá sig á 25. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur Tahnai Annis rétt fyrir innan vítateigsbogann en skot hennar var laust og framhjá markinu. Á 31. mínútu var komið að Danka Podovac en skot hennar rétt fyrir utan vítateig small í þverslá og gat Helena Jónsdóttir í marki Þór/KA gert lítið annað en horft á. Seinni hálfleikurinn var að mestu nokkuð í takt við þann fyrri. Gestirnir voru meira með boltann og stjórnuðu spilinu en heimamenn ógnuðu inn á milli með hröðum sóknum. Á 65. mínútu kom fyrsta alvöru færi seinni hálfleiksins en þá var það aftur tréverkið sem kom í veg fyrir mark hjá Stjörnunni en í þetta sinn var það Harpa Þorsteinsdóttir sem átti skotið úr miðjum teignum í innanverða stöngina. Undir lokin skiptust svo liðin á að sækja hratt en inn vildi boltinn ekki og því lauk leiknum með markalausu jafntefli og því farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar var það hin unga Helena Jónsdóttir sem stal sviðsljósinu með því að verja tvær spyrnur og tryggja þar með Þór/KA sigur í Meistarakeppni KSÍ. Ásgerður Stefanía: Vorum betri„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum þannig að við erum lítið að stressa okkur á þessu,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir strax eftir leik. „Við vorum að spila ágætlega og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við vorum greinilega betri.“ Ásgerður varð sjálf að fara af velli í hálfleik, eru það meiðsli sem munu hafa áhrif á komandi tímabil? „Nei, þetta er bara einhver smá stífleiki. Maður er kominn á 26. aldursár þannig að þetta er ekkert alvarlegt, bara skynsemi,“ sagði Ásgerður og taldi lítinn vorbrag á leik liðanna. „Nei, alls ekki. Við spiluðum frábærlega í seinasta leik og vorum í raun bara að byggja ofaná það hér í dag, það er alls ekkert panikk þótt að við töpum einum leik,“ segir miðjumaðurinn sem reiknar með því að þrjú til fjögur lið berjist um titilinn í sumar. „Ég held að það verði þessi tvö lið og svo plús eitt eða tvö önnur sem koma til greina.“ Arna Sif: Aldrei verið jafnmikil samkeppni um stöður„Það er alltaf skemmtilegt að vinna þannig að þetta er mikil gleði,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þór/KA eftir leik. „Mér fannst við berjast virkilega vel. Við vorum að spila ágætis bolta á köflum sem þó datt niður í seinni hálfleik en heilt yfir var þetta fínt.“ Það vantaði tvo nokkuð mikilvæga leikmenn í liðið í dag. Sandra María Jessen er frá vegna meiðsla og nýi markmaður liðsins, Kaitlyn Savage, meiddist í sínum fyrsta leik. Allt útlit er fyrir að hún verði ekkert með í sumar. „Það er pínu súrt að Sandra er ekki með en hún kemur vonandi fljótlega, það kemur þó maður í manns stað. Við erum með ótrúlega sterkan hóp og aldrei verið jafn mikil samkeppni að komast í ekki bara byrjunarliðið heldur átján manna hóp líka.“ Hvaða lið telur þú að berjist á toppnum í sumar og ertu bjartsýn á komandi sumar? „Ég held að þetta verði þessi tvö hér í dag ásamt svo Val og Breiðablik, grunar að það verði þessi fjögur. Ég er ótrúlega bjartsýn, tel að við séum í talsvert betri standi núna en við vorum síðasta sumar. Þessi fjögur lið verða þarna á toppnum og svo eru ÍBV og FH alveg líkleg til að blanda sér í þann pakka.“ Þorlákur Árna: Áttum að klára þetta í seinni hálfleik„Þetta var svekkjandi og sérstaklega þar sem við áttum að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Þorlákur Már Árnson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn í heildina var góður, nokkuð týpískur vorleikur. Það er þreyta í okkur að spila þriðja leikinn á sex dögum en það virtist þó ekki koma að sök í leiknum þar sem við vorum betri þegar leið á en svekkjandi að koma boltanum ekki inn.“ Tréverkið var ykkur ekkert sérstaklega hliðholt hér í dag. „Nei en svona er þetta bara stundum, þú þarft líka að tapa úrslitaleikjum einhvern tímann, við erum ekkert alveg vön því en vel gert hjá Þór að klára þetta. Þetta er bara einn leikur og þegar það er komið í vítakeppni þá er þetta alltaf meira spurning um heppni. Þetta endurspeglaði ágætlega hversu illa okkur gekk að skora í leiknum að ganga líka illa að skora úr vítum.“ Jóhann Kristinn: Gátum ekki farið að tapa tveimur vítakeppnum í röð„Ég er rosalega ánægður auðvitað,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA á meðan stelpurnar hans tóku á móti gulli fyrir sigur dagsins. „Eins og ég sagði við stelpurnar áður en vítakeppnin byrjaði, núna er leikurinn búinn og hann fór eins og hann fór og hitt kemur alveg ótengt. Við gátum ekki farið að tapa tveimur vítakeppnum í röð þannig að Helena steig upp í markinu og var frábær fyrir okkur.“ Það var nokkuð rætt um það fyrir leik að Þór/KA væri búið að missa aðalmarkmann sinn en svo mætir hér stelpa úr 2. Flokk og kláraði vítakeppnina. „Já, þetta var algjörlega magnað hjá henni að gera þetta. Við vissum að hún gæti þetta þannig að þetta var aldrei spurning. Hún var líka fín í leiknum og ekkert að hennar frammistöðu.“ Önnur ung stelpa var áberandi hér í dag en Lillý Rut Hlynsdóttir var áberandi á miðjum vellinum fyrir þór/KA en hún er fædd árið 1997. „Hún var að byrja að koma aðeins inn í þetta hjá okkur í fyrra. Hún var frábær á móti Val um daginn og enn betri hér ef eitthvað er. 97 módel að spila á móti svona stórum liðum þar sem eru svona miklar kellingar er auðvitað bara frábært. Hún er ein af þeim sem eru að berjast um þessa stöðu eins og fleiri, það er rosalega hörð samkeppni hjá okkur núna.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. Fyrsti alvöru leikur tímabilsins fór fram innandyra að þessu sinni í Boganum á Akureyri sem kom fæstum á óvart enda frost og snjókoma úti og Þórsvöllurinn vel langt frá því að vera leikhæfur. Bæði lið mættu til leiks með öfluga hópa en hjá heimamönnum voru Sandra María Jessen fjarverandi vegna meiðsla sem og Kaitlyn Savage sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir félagið og allt útlit fyrir að tímabilinu sé lokið hjá henni áður en það hófst fyrir alvöru. Hjá Stjörnunni vantaði þær Ingu Birnu Friðjónsdóttir og Anna María Baldursdóttir kom með liðinu norður og var á skýrslu en ekki var gert ráð fyrir henni samkvæmt Þorláki þjálfara. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið að prófa sig áfram. Hægt og rólega virtust leikmenn fá meira sjálfstraust og spilið fór að ganga betur og hraðar fyrir sig. Fyrsta alvöru færi leiksins lét sjá sig á 25. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur Tahnai Annis rétt fyrir innan vítateigsbogann en skot hennar var laust og framhjá markinu. Á 31. mínútu var komið að Danka Podovac en skot hennar rétt fyrir utan vítateig small í þverslá og gat Helena Jónsdóttir í marki Þór/KA gert lítið annað en horft á. Seinni hálfleikurinn var að mestu nokkuð í takt við þann fyrri. Gestirnir voru meira með boltann og stjórnuðu spilinu en heimamenn ógnuðu inn á milli með hröðum sóknum. Á 65. mínútu kom fyrsta alvöru færi seinni hálfleiksins en þá var það aftur tréverkið sem kom í veg fyrir mark hjá Stjörnunni en í þetta sinn var það Harpa Þorsteinsdóttir sem átti skotið úr miðjum teignum í innanverða stöngina. Undir lokin skiptust svo liðin á að sækja hratt en inn vildi boltinn ekki og því lauk leiknum með markalausu jafntefli og því farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar var það hin unga Helena Jónsdóttir sem stal sviðsljósinu með því að verja tvær spyrnur og tryggja þar með Þór/KA sigur í Meistarakeppni KSÍ. Ásgerður Stefanía: Vorum betri„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum þannig að við erum lítið að stressa okkur á þessu,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir strax eftir leik. „Við vorum að spila ágætlega og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við vorum greinilega betri.“ Ásgerður varð sjálf að fara af velli í hálfleik, eru það meiðsli sem munu hafa áhrif á komandi tímabil? „Nei, þetta er bara einhver smá stífleiki. Maður er kominn á 26. aldursár þannig að þetta er ekkert alvarlegt, bara skynsemi,“ sagði Ásgerður og taldi lítinn vorbrag á leik liðanna. „Nei, alls ekki. Við spiluðum frábærlega í seinasta leik og vorum í raun bara að byggja ofaná það hér í dag, það er alls ekkert panikk þótt að við töpum einum leik,“ segir miðjumaðurinn sem reiknar með því að þrjú til fjögur lið berjist um titilinn í sumar. „Ég held að það verði þessi tvö lið og svo plús eitt eða tvö önnur sem koma til greina.“ Arna Sif: Aldrei verið jafnmikil samkeppni um stöður„Það er alltaf skemmtilegt að vinna þannig að þetta er mikil gleði,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þór/KA eftir leik. „Mér fannst við berjast virkilega vel. Við vorum að spila ágætis bolta á köflum sem þó datt niður í seinni hálfleik en heilt yfir var þetta fínt.“ Það vantaði tvo nokkuð mikilvæga leikmenn í liðið í dag. Sandra María Jessen er frá vegna meiðsla og nýi markmaður liðsins, Kaitlyn Savage, meiddist í sínum fyrsta leik. Allt útlit er fyrir að hún verði ekkert með í sumar. „Það er pínu súrt að Sandra er ekki með en hún kemur vonandi fljótlega, það kemur þó maður í manns stað. Við erum með ótrúlega sterkan hóp og aldrei verið jafn mikil samkeppni að komast í ekki bara byrjunarliðið heldur átján manna hóp líka.“ Hvaða lið telur þú að berjist á toppnum í sumar og ertu bjartsýn á komandi sumar? „Ég held að þetta verði þessi tvö hér í dag ásamt svo Val og Breiðablik, grunar að það verði þessi fjögur. Ég er ótrúlega bjartsýn, tel að við séum í talsvert betri standi núna en við vorum síðasta sumar. Þessi fjögur lið verða þarna á toppnum og svo eru ÍBV og FH alveg líkleg til að blanda sér í þann pakka.“ Þorlákur Árna: Áttum að klára þetta í seinni hálfleik„Þetta var svekkjandi og sérstaklega þar sem við áttum að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Þorlákur Már Árnson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn í heildina var góður, nokkuð týpískur vorleikur. Það er þreyta í okkur að spila þriðja leikinn á sex dögum en það virtist þó ekki koma að sök í leiknum þar sem við vorum betri þegar leið á en svekkjandi að koma boltanum ekki inn.“ Tréverkið var ykkur ekkert sérstaklega hliðholt hér í dag. „Nei en svona er þetta bara stundum, þú þarft líka að tapa úrslitaleikjum einhvern tímann, við erum ekkert alveg vön því en vel gert hjá Þór að klára þetta. Þetta er bara einn leikur og þegar það er komið í vítakeppni þá er þetta alltaf meira spurning um heppni. Þetta endurspeglaði ágætlega hversu illa okkur gekk að skora í leiknum að ganga líka illa að skora úr vítum.“ Jóhann Kristinn: Gátum ekki farið að tapa tveimur vítakeppnum í röð„Ég er rosalega ánægður auðvitað,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA á meðan stelpurnar hans tóku á móti gulli fyrir sigur dagsins. „Eins og ég sagði við stelpurnar áður en vítakeppnin byrjaði, núna er leikurinn búinn og hann fór eins og hann fór og hitt kemur alveg ótengt. Við gátum ekki farið að tapa tveimur vítakeppnum í röð þannig að Helena steig upp í markinu og var frábær fyrir okkur.“ Það var nokkuð rætt um það fyrir leik að Þór/KA væri búið að missa aðalmarkmann sinn en svo mætir hér stelpa úr 2. Flokk og kláraði vítakeppnina. „Já, þetta var algjörlega magnað hjá henni að gera þetta. Við vissum að hún gæti þetta þannig að þetta var aldrei spurning. Hún var líka fín í leiknum og ekkert að hennar frammistöðu.“ Önnur ung stelpa var áberandi hér í dag en Lillý Rut Hlynsdóttir var áberandi á miðjum vellinum fyrir þór/KA en hún er fædd árið 1997. „Hún var að byrja að koma aðeins inn í þetta hjá okkur í fyrra. Hún var frábær á móti Val um daginn og enn betri hér ef eitthvað er. 97 módel að spila á móti svona stórum liðum þar sem eru svona miklar kellingar er auðvitað bara frábært. Hún er ein af þeim sem eru að berjast um þessa stöðu eins og fleiri, það er rosalega hörð samkeppni hjá okkur núna.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira