Breiðari, lengri og léttari Octavia Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2013 10:15 Hefur samt lést um 102 kíló, en fengið meiri búnað. Fáir bílar hafa slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Škoda Octavia gerði þegar sá bíll kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þetta var bíll sem náði strax hylli kaupenda því hann þótti vera gegnheill, fágaður og góð kaup. Ekki sakaði að þessi nýi bíll var smíðaður í alveg nýjum verksmiðjum Škoda í Mladá Boleslav í Tékklandi sem skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni, sem féll vel í kramið hjá bílakaupendum. Kaupendur fengu líka mikið fyrir peningana sína, bíllinn keppti stærðarlega séð við bíla á borð við Volkswagen Passat, og deildi raunar mörgum hönnunaratriðum með þeim bíl, en á mun hagstæðara verði.Fékk nafnið í arfOctavia fékk nafn sitt í arf frá eldri bíl frá Škoda sem var smíðaður á árunum milli 1959 og 1971. Tvær kynslóðir Octavia hafa litið dagsins ljós því endurbætt útgáfa kom fram í dagsljósið í mars 2004. Þá hefur bíllinn einnig verið fáanlegur í sportlegri og aflmeiri útgáfum, RS eða vRS. Fyrsta kynslóðin hlaut andlitslyftingu á árinu 2000, og þá kom Octavia einnig á markað með fjórhjóladrifi sem byggðist á sama grunni og í öðrum fólksbílum frá Volkswagen-samsteypunni og var með Haldex-seigjukúplingu sem sá um að jafna aflinu á milli fram- og afturhjólanna. 4x4-gerðin var með stærri eldsneytisgeymi og meiri veghæð en framhjóladrifna útgáfan. Octavia var fáanlegur sem fimm hurða hlaðbakur eða með opnanlegum afturhlera, þótt bíllinn væri að öðru leyti með sambærilegt útlit og hefðbundnir 4ra hurða fólksbílar, og í stationgerð. Mesta breytingin hvað varðaði endurbætur var sjálfstæð fjöðrun að aftan og miklar lagfæringar í innanrými, bæði hvað varðaði rými, hönnun og gæði innréttingarinnar.Önnur kynslóðin með meira pláss og nýjar vélarÖnnur kynslóð Octavia var kynnt í mars 2004, byggð á sama grunni og nokkrar aðrar gerðir bíla frá Volkswagen samsteypunni, svo sem Audi A3, Volkswagen Golf og Jetta og Seat León. Þessi nýja kynslóð var með nýjar vélar, meira fótarými fyrir farþega í aftursæti og meiri veghæð að framan og aftan. Frá og með árinu 2008 hefur Octavia verið framleiddur á nokkrum stöðum, því fyrir utan verksmiðjurnar í Mladá Boleslav og Vrchlabi, þá er bíllinn einnig smíðaður í verksmiðjum í Bratislava í Slóvakíu og í Shanghai í Kína, í samvinnu við Shanghai Volkswagen.Tvær 4x4 gerðirÍ raun er Octavia til í tveimur fjórhjóladrifsútgáfum: Octavia 4x4 og Scout, báðar gerðir búnar Haldex fjórhjóladrifsbúnaði með tölvustýrðri miðjukúplingu, sem deilir aflinu á milli fram og afturhjóla. Báðar þessar gerðir voru með meiri veghæð en staðalgerð Octaviu, 24 mm meiri í 4x4 og 40 mm í Scout. Scout, sem kom á markað 2006, er aðeins á markaði sem skutbíll og er í útliti líkur mörgum jepplingum, með stærri stuðara og hliðarklæðningar, sem gefur bílnum sérstætt útlit.Hraðamet í BonnevilleÍ ágúst 2011, náði sérbúin útgáfa Škoda Octavia vRS því að setja heimsmet á Bonneville kappakstursbrautinni í Bandaríkjunum og varð þar með hraðskreiðasti fólksbíllinn í heiminum með vél upp að 2000cc, þegar hann náði 365.43 km/klst.Þriðja kynslóð Octavia, breiðari, lengri og léttariÞriðja kynslóð Octavia var frumsýnd þann 11. desember 2012 í Škoda-safninu í Mladá Boleslav. Þessi nýja gerð er 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en gerðin á undan og hefur hjólhafið verið aukið um 8,9 cm. Bíllinn er einnig 102 kílóum léttari en fyrri gerðin. Mun meira er lagt upp úr innanrými en áður og meðal valkosta sem eru í boði eru 20 cm snertisjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt rafdrifið sólþak. Það er nóg pláss fyrir farangur í þessari þriðju kynslóð Octavia, því farangursrýmið rúmar 590 lítra, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í þessum stærðarflokki, og er raunar meira en 565 lítra farangursrýmið í Volkswagen Passat, sem er stærri bíll. Octavia Kombi, eða skutsbílsútgáfan verður síðan með 610 lítra farangursrými þegar hann kemur á markað í byrjun sumars.Tvær gerðir með miklum búnaðiOctavia verður á markaði hér á landi í tveimur gerðum, Ambition og Elegance, báðar gerðir mjög vel búnar. Til að nefna aðeins það helsta í staðalbúnaði Ambition þá er ágætt að byrja í umhverfi ökumannsins. Þar má nefna leðurklætt fjölrofa stýrishjól, hæðarstillanleg framæti, hiti í sætum, leðurklæddur gírstangarhnúður og handfang handbremsu og mjóbaksstuðningur í framætum. Af þægindabúnaði má nefna fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, rafdrifin aðfelling á hliðarspeglum, sem eru einnig rafhitaðir og rafstýrðir, viðvörunarbúnaður sem lætur vita um breytingu á loftþrýstingi í hjólbörðum, hitaeinangrun í rúðum, kæling í hanskahólfi og varahjólbarði í fullri stærð, loftkæling og „brekkuaðstoð“ sem auðveldar að aka af stað í brekku. Vel er einnig séð fyrir öryggi því alls eru öryggisloftpúðar 9 talsins, þar á meðal hnépúði fyrir ökumann. Þokuljós með beygjustýringu auka einnig öryggi í akstri þegar skyggni er minna. Dagljósabúnaður og ljósa- og regnskynjari ásamt LED lýsingu í afturljósum er einnig góð viðbót í öryggisbúnaði. Að auki fylgir bílnum sem staðalbúnaður “Simply clever” pakki sem áhugasamir ættu kynna sér betur við skoðun á bílnum. Vel er séð til þess að ökumanni og farþegum leiðist ekki í akstri því Bolero hljómtæki með 8 hátölurum, CD spilara og SD kortarauf eru staðalbúnaður í Ambition. Hljómtækin eru einnig búin Bluetooth fyrir farsíma og tónlistarspilun. Það er líka hægt að hlaða farsímann og tölvuna því 230 V rafmagnsinnstunga er staðalbúnaður.Enn betur búin Elegance-útfærslaFyrir þá sem vilja hafa nýjan Octavia enn betur búinn er Elegance-pakkinn upplagður. Þar er þessi vel búni bíll kominn með viðarklæðningu í innréttingu, bæði fram- og aftursæti er upphituð, Xenon- aðalljós eru staðalbúnaður ásamt búnaði sem lækkar háu ljósin sjálfvirkt. Tveggja svæða Climatronic loftkæling/loftfrískunarkerfi tryggir þægilegt umhverfi í bílnum, jafnt fyrir ökumann og farþega. Geymsluhólf undir farþegasæti að framan er góð viðbót við hirslur.Tvær bensínvélar og tvær dísilvélarÞessi þriðja kynslóð Octavia verður í boði með tveimur gerðum bensínvéla, 1,2 lítra 105 hö og 1,4 lítra 138 hö og jafnframt með tveimur gerðum dísilvéla, 1,6 lítra 105 hö og 2.0 lítra 150 hö. Grunngerðin er 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu og grænni tækni („Green Tec“), 77 kW við 4.500 til 5.500 snúninga á mínútu. Snúningsvægið er dágott, eða 175 Nm/1.400 til 4.000 sn/mín. Hröðun frá 0 til 100 km/klst er 10,5 sekúndur. Hin bensínvélin er 1,4 lítra, einnig með grænni tækni og forþjöppu, 103 kW/4.500 til 6.000 sn/mín og snúningsvægið er mikið eða 250 Nm/1.500 til 3.500 sn/mín. Minni dísilvélin er 1,6 lítra með grænni tækni, forþjöppu og samrásarinnsprautun, 77 kW/3.000-4.000 sn/mín og snúningsvægið er 250 Nm/1.500-2.750 sn/mín. Gírkassar í boði eru 6 gíra handskipting sem er staðalbúnaður með báðum bensínvélunum en að auki er stærri bensínvélin í boði með 7-gíra DSG sjálfskiptingu. Minni dísilvélin er í boði með 5 gíra handskiptum gírkassa eða 7-gíra DSG sjálfskiptingu, en stærri dísilvélin aðeins í boði með 6-gíra DSG sjálfskiptingu.Góð fjöðrun og meiri veghæð fyrir ÍslandsmarkaðOctavia hefur þótt henta vel fyrir íslenska vegakerfið. Fjöðrun bílsins hentar vel, sérstaklega eftir að önnur kynslóðin kom á markað, og ekki er hún lakari núna í þriðju kynslóðinni, McPherson sjálfstæð gormafjöðrun með þríhyrndum lið og jafnvægisstöng að framan og sjálfstæð fjölliðafjöðrun að aftan með einum langstæðum lið og þremur þverstæðum ásamt jafnvægisstöng tryggir yfirburða veggrip við allar akstursaðstæður. Einn kost hefur Octavia líkt og aðrir bílar frá Škoda sem eru á markaði hérlendis, en það er meiri veghæð en almennt er, staðalgerðin er með 160mm í stað 140mm. Þetta kemur sér vel hér á landi þar sem vegir eru misjafnir, gott í snjó og vetrarfærð og þegar aka þarf misgóða vegi.Góðar viðtökur á markaðiÞessi þriðja kynslóð Škoda Octavia hefur hlotið mjög góðar viðtökur í þeim löndum sem bíllinn er þegar kominn á markað. Aksturseiginleikar þykja standa sér dýrari bílum á sporði, búnaður dágóður og sér í lagi fær bíllinn góðan plús fyrir rúmgott farangursrými, sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki bíla og ekki síður fyrir pláss í innanrými. Síðast en ekki síst fær þessi nýja gerð Škoda Octavia þann dóm að þetta sé með skynsamari bílakaupum sem hægt er að gera í dag í þessum stærðarflokki bíla. Bílar video Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Hefur samt lést um 102 kíló, en fengið meiri búnað. Fáir bílar hafa slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Škoda Octavia gerði þegar sá bíll kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þetta var bíll sem náði strax hylli kaupenda því hann þótti vera gegnheill, fágaður og góð kaup. Ekki sakaði að þessi nýi bíll var smíðaður í alveg nýjum verksmiðjum Škoda í Mladá Boleslav í Tékklandi sem skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni, sem féll vel í kramið hjá bílakaupendum. Kaupendur fengu líka mikið fyrir peningana sína, bíllinn keppti stærðarlega séð við bíla á borð við Volkswagen Passat, og deildi raunar mörgum hönnunaratriðum með þeim bíl, en á mun hagstæðara verði.Fékk nafnið í arfOctavia fékk nafn sitt í arf frá eldri bíl frá Škoda sem var smíðaður á árunum milli 1959 og 1971. Tvær kynslóðir Octavia hafa litið dagsins ljós því endurbætt útgáfa kom fram í dagsljósið í mars 2004. Þá hefur bíllinn einnig verið fáanlegur í sportlegri og aflmeiri útgáfum, RS eða vRS. Fyrsta kynslóðin hlaut andlitslyftingu á árinu 2000, og þá kom Octavia einnig á markað með fjórhjóladrifi sem byggðist á sama grunni og í öðrum fólksbílum frá Volkswagen-samsteypunni og var með Haldex-seigjukúplingu sem sá um að jafna aflinu á milli fram- og afturhjólanna. 4x4-gerðin var með stærri eldsneytisgeymi og meiri veghæð en framhjóladrifna útgáfan. Octavia var fáanlegur sem fimm hurða hlaðbakur eða með opnanlegum afturhlera, þótt bíllinn væri að öðru leyti með sambærilegt útlit og hefðbundnir 4ra hurða fólksbílar, og í stationgerð. Mesta breytingin hvað varðaði endurbætur var sjálfstæð fjöðrun að aftan og miklar lagfæringar í innanrými, bæði hvað varðaði rými, hönnun og gæði innréttingarinnar.Önnur kynslóðin með meira pláss og nýjar vélarÖnnur kynslóð Octavia var kynnt í mars 2004, byggð á sama grunni og nokkrar aðrar gerðir bíla frá Volkswagen samsteypunni, svo sem Audi A3, Volkswagen Golf og Jetta og Seat León. Þessi nýja kynslóð var með nýjar vélar, meira fótarými fyrir farþega í aftursæti og meiri veghæð að framan og aftan. Frá og með árinu 2008 hefur Octavia verið framleiddur á nokkrum stöðum, því fyrir utan verksmiðjurnar í Mladá Boleslav og Vrchlabi, þá er bíllinn einnig smíðaður í verksmiðjum í Bratislava í Slóvakíu og í Shanghai í Kína, í samvinnu við Shanghai Volkswagen.Tvær 4x4 gerðirÍ raun er Octavia til í tveimur fjórhjóladrifsútgáfum: Octavia 4x4 og Scout, báðar gerðir búnar Haldex fjórhjóladrifsbúnaði með tölvustýrðri miðjukúplingu, sem deilir aflinu á milli fram og afturhjóla. Báðar þessar gerðir voru með meiri veghæð en staðalgerð Octaviu, 24 mm meiri í 4x4 og 40 mm í Scout. Scout, sem kom á markað 2006, er aðeins á markaði sem skutbíll og er í útliti líkur mörgum jepplingum, með stærri stuðara og hliðarklæðningar, sem gefur bílnum sérstætt útlit.Hraðamet í BonnevilleÍ ágúst 2011, náði sérbúin útgáfa Škoda Octavia vRS því að setja heimsmet á Bonneville kappakstursbrautinni í Bandaríkjunum og varð þar með hraðskreiðasti fólksbíllinn í heiminum með vél upp að 2000cc, þegar hann náði 365.43 km/klst.Þriðja kynslóð Octavia, breiðari, lengri og léttariÞriðja kynslóð Octavia var frumsýnd þann 11. desember 2012 í Škoda-safninu í Mladá Boleslav. Þessi nýja gerð er 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en gerðin á undan og hefur hjólhafið verið aukið um 8,9 cm. Bíllinn er einnig 102 kílóum léttari en fyrri gerðin. Mun meira er lagt upp úr innanrými en áður og meðal valkosta sem eru í boði eru 20 cm snertisjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt rafdrifið sólþak. Það er nóg pláss fyrir farangur í þessari þriðju kynslóð Octavia, því farangursrýmið rúmar 590 lítra, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í þessum stærðarflokki, og er raunar meira en 565 lítra farangursrýmið í Volkswagen Passat, sem er stærri bíll. Octavia Kombi, eða skutsbílsútgáfan verður síðan með 610 lítra farangursrými þegar hann kemur á markað í byrjun sumars.Tvær gerðir með miklum búnaðiOctavia verður á markaði hér á landi í tveimur gerðum, Ambition og Elegance, báðar gerðir mjög vel búnar. Til að nefna aðeins það helsta í staðalbúnaði Ambition þá er ágætt að byrja í umhverfi ökumannsins. Þar má nefna leðurklætt fjölrofa stýrishjól, hæðarstillanleg framæti, hiti í sætum, leðurklæddur gírstangarhnúður og handfang handbremsu og mjóbaksstuðningur í framætum. Af þægindabúnaði má nefna fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, rafdrifin aðfelling á hliðarspeglum, sem eru einnig rafhitaðir og rafstýrðir, viðvörunarbúnaður sem lætur vita um breytingu á loftþrýstingi í hjólbörðum, hitaeinangrun í rúðum, kæling í hanskahólfi og varahjólbarði í fullri stærð, loftkæling og „brekkuaðstoð“ sem auðveldar að aka af stað í brekku. Vel er einnig séð fyrir öryggi því alls eru öryggisloftpúðar 9 talsins, þar á meðal hnépúði fyrir ökumann. Þokuljós með beygjustýringu auka einnig öryggi í akstri þegar skyggni er minna. Dagljósabúnaður og ljósa- og regnskynjari ásamt LED lýsingu í afturljósum er einnig góð viðbót í öryggisbúnaði. Að auki fylgir bílnum sem staðalbúnaður “Simply clever” pakki sem áhugasamir ættu kynna sér betur við skoðun á bílnum. Vel er séð til þess að ökumanni og farþegum leiðist ekki í akstri því Bolero hljómtæki með 8 hátölurum, CD spilara og SD kortarauf eru staðalbúnaður í Ambition. Hljómtækin eru einnig búin Bluetooth fyrir farsíma og tónlistarspilun. Það er líka hægt að hlaða farsímann og tölvuna því 230 V rafmagnsinnstunga er staðalbúnaður.Enn betur búin Elegance-útfærslaFyrir þá sem vilja hafa nýjan Octavia enn betur búinn er Elegance-pakkinn upplagður. Þar er þessi vel búni bíll kominn með viðarklæðningu í innréttingu, bæði fram- og aftursæti er upphituð, Xenon- aðalljós eru staðalbúnaður ásamt búnaði sem lækkar háu ljósin sjálfvirkt. Tveggja svæða Climatronic loftkæling/loftfrískunarkerfi tryggir þægilegt umhverfi í bílnum, jafnt fyrir ökumann og farþega. Geymsluhólf undir farþegasæti að framan er góð viðbót við hirslur.Tvær bensínvélar og tvær dísilvélarÞessi þriðja kynslóð Octavia verður í boði með tveimur gerðum bensínvéla, 1,2 lítra 105 hö og 1,4 lítra 138 hö og jafnframt með tveimur gerðum dísilvéla, 1,6 lítra 105 hö og 2.0 lítra 150 hö. Grunngerðin er 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu og grænni tækni („Green Tec“), 77 kW við 4.500 til 5.500 snúninga á mínútu. Snúningsvægið er dágott, eða 175 Nm/1.400 til 4.000 sn/mín. Hröðun frá 0 til 100 km/klst er 10,5 sekúndur. Hin bensínvélin er 1,4 lítra, einnig með grænni tækni og forþjöppu, 103 kW/4.500 til 6.000 sn/mín og snúningsvægið er mikið eða 250 Nm/1.500 til 3.500 sn/mín. Minni dísilvélin er 1,6 lítra með grænni tækni, forþjöppu og samrásarinnsprautun, 77 kW/3.000-4.000 sn/mín og snúningsvægið er 250 Nm/1.500-2.750 sn/mín. Gírkassar í boði eru 6 gíra handskipting sem er staðalbúnaður með báðum bensínvélunum en að auki er stærri bensínvélin í boði með 7-gíra DSG sjálfskiptingu. Minni dísilvélin er í boði með 5 gíra handskiptum gírkassa eða 7-gíra DSG sjálfskiptingu, en stærri dísilvélin aðeins í boði með 6-gíra DSG sjálfskiptingu.Góð fjöðrun og meiri veghæð fyrir ÍslandsmarkaðOctavia hefur þótt henta vel fyrir íslenska vegakerfið. Fjöðrun bílsins hentar vel, sérstaklega eftir að önnur kynslóðin kom á markað, og ekki er hún lakari núna í þriðju kynslóðinni, McPherson sjálfstæð gormafjöðrun með þríhyrndum lið og jafnvægisstöng að framan og sjálfstæð fjölliðafjöðrun að aftan með einum langstæðum lið og þremur þverstæðum ásamt jafnvægisstöng tryggir yfirburða veggrip við allar akstursaðstæður. Einn kost hefur Octavia líkt og aðrir bílar frá Škoda sem eru á markaði hérlendis, en það er meiri veghæð en almennt er, staðalgerðin er með 160mm í stað 140mm. Þetta kemur sér vel hér á landi þar sem vegir eru misjafnir, gott í snjó og vetrarfærð og þegar aka þarf misgóða vegi.Góðar viðtökur á markaðiÞessi þriðja kynslóð Škoda Octavia hefur hlotið mjög góðar viðtökur í þeim löndum sem bíllinn er þegar kominn á markað. Aksturseiginleikar þykja standa sér dýrari bílum á sporði, búnaður dágóður og sér í lagi fær bíllinn góðan plús fyrir rúmgott farangursrými, sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki bíla og ekki síður fyrir pláss í innanrými. Síðast en ekki síst fær þessi nýja gerð Škoda Octavia þann dóm að þetta sé með skynsamari bílakaupum sem hægt er að gera í dag í þessum stærðarflokki bíla.
Bílar video Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent