Vettel og Coulthard prófa tilvonandi Sochi braut Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2013 08:45 Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Sochi í Rússlandi 7. til 23. febrúar á næsta ári. Eftir að þeir eru yfirstaðnir verður hluti af ólympíuhverfinu breytt í kappakstursbraut, tæplega 6 kílómetra langa. Þar verður haldið fyrsta Grand Prix kappakstursmótið í 100 ár í Rússlandi. Brautin sjálf er að mestu leiti óbyggð og víða möl þar sem brautin mun liggja. Það stöðvaði ekki Red Bull liðið í að senda Sebastian Vettel og David Coulthard á svæðið til að keppa innbyrðis á Infinity fólksbílum. Í myndskeiðinu má sjá þá eigast við og tala um tilvonandi braut. David Cuoldhard líkir brautinni við brautina í Mónakó og er það ekki leiðum að líkjast. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent
Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Sochi í Rússlandi 7. til 23. febrúar á næsta ári. Eftir að þeir eru yfirstaðnir verður hluti af ólympíuhverfinu breytt í kappakstursbraut, tæplega 6 kílómetra langa. Þar verður haldið fyrsta Grand Prix kappakstursmótið í 100 ár í Rússlandi. Brautin sjálf er að mestu leiti óbyggð og víða möl þar sem brautin mun liggja. Það stöðvaði ekki Red Bull liðið í að senda Sebastian Vettel og David Coulthard á svæðið til að keppa innbyrðis á Infinity fólksbílum. Í myndskeiðinu má sjá þá eigast við og tala um tilvonandi braut. David Cuoldhard líkir brautinni við brautina í Mónakó og er það ekki leiðum að líkjast.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent