Arfleifð Audi á einni mínútu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 08:45 Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent