Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 10:32 Mynd/Daníel Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða „vandræðagemsa" og „síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. Mest áhersla er lögð á að ná fram meiri samræmi og samkvæmni hvað varðar nokkur atriði eins og fjallað var um á fundi dómaranefndar UEFA í Róm í febrúar. Meðal atriða eru: „Hópast um dómarann" - Ef leikmenn hópast að dómara til að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans skal spjalda a.m.k. einn leikmann. Sömuleiðis ef leikmaður leggur á sig langa leið til að mótmæla „Leikmenn sem ýkja" - Dómarar skulu fylgjast vel með leikmönnum sem ýkja afleiðingar líkamlegra snertinga „Hendi - ekki hendi" - Hafa skal í huga hvort um hreyfingu handar í átt að knetti sé að ræða og fjarlægð mótherja frá knetti. Alltaf skal áminna leikmann sem ef skot hafnar í hönd hans innan teigs og dæmd er vítaspyrna. Töluvert er fjallað um viðbótartíma í áherslunum. Þar kemur meðal annars fram að dómarar eiga að leyfa hornspyrnum og aukaspyrnum að klárast ef þær eru dæmdar áður en viðbótartími er runninn út. Þannig sé það í tilfelli vítaspyrna og hornspyrnur og aukaspyrnur skuli meðhöndla á sama hátt. Þá er einnig brýnt fyrir dómurum að virða þau fyrirmæli að sá viðbótartími sem fjórði dómari sýni í lok leiks sé lágmarksviðbótartími. Þannig skuli dómarar t.d. ekki flauta leikinn af þegar 1,55 mínútum er lokið af þeim 2,00 mínútum sem fjórði dómari sýndi á spjaldi sínu. Þá skulu dómarar, í undirbúningi sínum fyrir leiki, hugleiða taktík liðanna, „vandræðagemsana", „síbrotamennina" og hvernig sé best að halda einbeitingunni í gegnum leikinn. Að lokum eru dómarar minntir á hversu mikill heiður það sé að dæma knattspyrnuleik. „Dómaratríóið er á besta staðnum á vellinum til þess að njóta þess að fylgjast með góðum knattspyrnuleik!" segir í niðurlögum áhersluatriðanna 2013.Áhersluatriðin í heild sinni má sjá hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða „vandræðagemsa" og „síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. Mest áhersla er lögð á að ná fram meiri samræmi og samkvæmni hvað varðar nokkur atriði eins og fjallað var um á fundi dómaranefndar UEFA í Róm í febrúar. Meðal atriða eru: „Hópast um dómarann" - Ef leikmenn hópast að dómara til að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans skal spjalda a.m.k. einn leikmann. Sömuleiðis ef leikmaður leggur á sig langa leið til að mótmæla „Leikmenn sem ýkja" - Dómarar skulu fylgjast vel með leikmönnum sem ýkja afleiðingar líkamlegra snertinga „Hendi - ekki hendi" - Hafa skal í huga hvort um hreyfingu handar í átt að knetti sé að ræða og fjarlægð mótherja frá knetti. Alltaf skal áminna leikmann sem ef skot hafnar í hönd hans innan teigs og dæmd er vítaspyrna. Töluvert er fjallað um viðbótartíma í áherslunum. Þar kemur meðal annars fram að dómarar eiga að leyfa hornspyrnum og aukaspyrnum að klárast ef þær eru dæmdar áður en viðbótartími er runninn út. Þannig sé það í tilfelli vítaspyrna og hornspyrnur og aukaspyrnur skuli meðhöndla á sama hátt. Þá er einnig brýnt fyrir dómurum að virða þau fyrirmæli að sá viðbótartími sem fjórði dómari sýni í lok leiks sé lágmarksviðbótartími. Þannig skuli dómarar t.d. ekki flauta leikinn af þegar 1,55 mínútum er lokið af þeim 2,00 mínútum sem fjórði dómari sýndi á spjaldi sínu. Þá skulu dómarar, í undirbúningi sínum fyrir leiki, hugleiða taktík liðanna, „vandræðagemsana", „síbrotamennina" og hvernig sé best að halda einbeitingunni í gegnum leikinn. Að lokum eru dómarar minntir á hversu mikill heiður það sé að dæma knattspyrnuleik. „Dómaratríóið er á besta staðnum á vellinum til þess að njóta þess að fylgjast með góðum knattspyrnuleik!" segir í niðurlögum áhersluatriðanna 2013.Áhersluatriðin í heild sinni má sjá hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira