Handbolti

Bjarki Már hættur hjá HK

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarki Már var orðaður við rússneska félagið Medvedi í vetur.
Bjarki Már var orðaður við rússneska félagið Medvedi í vetur. Mynd/Stefán

Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu.

Guðmundur Víðir Reynisson, formaður handknattleiksdeildar HK, staðfesti þetta í samtali við Vísi fyrir stundu en Sport.is greindi fyrst frá málinu í dag.

Að sögn Guðmundar hefur Bjarki Már hug á að komast utan í atvinnumennsku. Í tveggja ára samningi sem Bjarki gerði við HK fyrir ári var uppsagnarákvæði sem Bjarki gat nýtt í þessum mánuði.

„Uppsagnarákvæðið var einmitt sett inn vegna hugmynda hans í fyrra um að komast utan. Þetta er allt saman gert í fullri sátt við okkur," segir Guðmundur Víðir í samtali við Vísi. Hann bætir við að HK standi fast við bakið á Bjarka Má og styðji hann í því sem framundan er.

Guðmundur sagði að Bjarki Már hefði ekki upplýst HK-inga um hvaða járn hann hefði í eldinum varðandi erlend félagslið.

Ekki náðist í Bjarka Má við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×