Henrik Fisker vill kaupa Fisker á slikk Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 18:00 Fisker Karma Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent
Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent